fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
433Sport

Lingard opnar sig eftir hræðilega tímabilið – „Ég týndi sjálfum mér sem leikmanni og manneskju“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jesse Lingard átti svo sannarlega hræðilegt tímabil í ensku deildinni. Í 22 leikjum lagði hann ekki upp eitt mark og fyrsta og eina markið hans á tímabilinu kom á lokamínútum síðasta leiksins.

Nú hefur Lingard opnað sig um gengið en hann gerði það á Instagram-síðu sinni. „Þetta tímabil hefur verið svo erfitt og það eru margar ástæður fyrir því. Ég týndi sjálfum mér sem leikmanni og manneskju en ég vildi aldrei gefast upp. Ég vissi hver ég var í raun og veru bæði innan og utan vallar og ég vissi að ég gæti komist aftur þangað sem ég var,“ segir Lingard.

„Þetta þýddi að ég varð að vinna meira en nokkru sinni fyrr og treysta á mína nánustu til að leggja sitt af mörkum til að hjálpa mér. Ég veit að stuðningsmennirnir hafa verið pirraðir á mér allan þennan tíma en ástin mín á félaginu hefur aldrei minnkað. Þetta lið, þetta félag er fjölskyldan mín og ég mun halda áfram að vinna meira en nokkru sinni fyrr til að hjálpa liðinu að ná sínum markmiðum.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Víðir segir nei – Engir áhorfendur á leikjum á Íslandi

Víðir segir nei – Engir áhorfendur á leikjum á Íslandi
433Sport
Í gær

Gylfi Sig bauð eiginkonunni í óvænta ferð um helgina – Sjáðu hvert þau fóru

Gylfi Sig bauð eiginkonunni í óvænta ferð um helgina – Sjáðu hvert þau fóru
433Sport
Fyrir 3 dögum

Svona fögnuðu knattspyrnumennirnir eftir sigurinn – Bjór, kampavín og karaókí

Svona fögnuðu knattspyrnumennirnir eftir sigurinn – Bjór, kampavín og karaókí
433Sport
Fyrir 4 dögum

Evrópudeildin: Liðsfélagar Ragnars töpuðu gegn Manchester United – Inter sigraði sinn leik

Evrópudeildin: Liðsfélagar Ragnars töpuðu gegn Manchester United – Inter sigraði sinn leik