fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Landsliðsmaður stal rútu – „Ætlaði að veðja á nokkra leiki“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Gascoigne, fyrrum landsliðsmaður Englands, stal eitt sinn glænýrri rútu liðsins síns og klessti hana þegar aðeins nokkrir klukkutímar voru í næsta leik.

Þetta kemur fram í nýrri bók sem gefin var út um leikmanninn, Our Gazza: The Untold Tales, en DailyMail fjallaði um málið. Gascoigne var að bíða eftir því að fara með liðsfélögum sínum í Middlesbrough til Birmingham að spila við Aston Villa. Liðið átti að ferðast um í glænýrri rútu en Gascoigne tók eftir því að lyklarnir voru í bílnum. Hann ákvað því að taka smá rúnt með sjálfum sér á rútunni áður en lagt var í hann.

Gasciogne var þekktur fyrir að vera brandarakall á ferlinum en hann ætlaði að taka rútuna á næsta veðmálastand. „Það var alltaf hættulegt þegar Gascoigne leiddist,“ sagði Bryan Robson, þjálfari Middlesbrough, í bókinni. „Þetta var glæný rúta, hann gat ekki staðist þessa „nýju“ lykt. Hann ætlaði að keyra á næsta veðmálastand til að veðja á nokkra leiki. En hann komst ekki út af æfingasvæðinu.“

Rútan fór víst beinustu leið á stóran stein. „Þegar hann kom skömmustulegur til mín eftir atvikið sagði ég honum að hann væri að fara að borga fyrir skemmdirnar. Ég vissi að það væri einhver áhætta að hafa hann í liðinu en ég efast um að margir stjórar hafa þurft að refsa leikmönnum fyrir að skemma rútu liðsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Í gær

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Í gær

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar