fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Guðlaugur opnar sig um erfiða æsku sína – „Í dag sit ég hérna og er á allt öðrum stað“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta, er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Guðlaugur fékk samning hjá Liverpool aðeins 16 ára gamall og var einn efnilegasti leikmaður sem sést hafði lengi á Íslandi.

Í hlaðvarpsþættinum opnar Guðlaugur sig um margt, meðal annars talar hann um æsku sína sem var erfiðari en hjá flestum. Mikil fíkn beggja foreldra olli því að þegar Guðlaugur átti að vera að setja alla athyglina á fótboltann þá þurfti hann að hugsa um önnur vandamál. Sjálfur hrundi hann fyrir 7 árum og endaði inni á geðdeild.

„Ég var kannski ekki jafntilbúinn og ég hélt“

Í dag er hann orðinn fastamaður í landsliðinu og hefur verið fyrirliði síðustu tveggja liða sem hann hefur spilað með. Guðlaugur var kominn á verulega slæman stað fyrir rúmum 6 árum, þegar hann endaði í meðferð á geðdeild Landsspítalans með sjálfsvígshugsanir. „Ég var búinn að vera að díla við mikla djöfla sjálfur og ég leitaði mér hjálpar um áramótin 2013/2014 á geðdeildinni á Landsspítalanum og tók mér frí frá boltanum í 6 vikur þegar ég var í meðferð þar inni.“

Þá segist Guðlaugur vera þakklátur fyrir að hafa leitað sér hjálpar en honum líður eins og hann hafi verið í ákveðinni afneitun þegar hann lítur til baka.

„Mér finnst aðeins eins og þetta hafi ekki verið alveg 100% heiðarlegt hjá mér. Aðeins eins og ég hafi verið að flýja eitthvað með því að fara þarna inn, en ekki misskilja mig, ég er mjög þakklátur fyrir að hafa farið inn á geðdeildina og það gaf mér hjálp, en ég var ennþá í smá afneitun,“ segir Guðlaugur.

„Í dag sit ég hérna með þér og er á allt öðrum stað. Það kom þarna hálft ár eftir meðferðina á geðdeildinni og ég var enn að sukka og „gambla“. Ég var búinn að brenna allar brýr að baki mér gjörsamlega…og það vildi enginn snerta mig í fótboltaheiminum. Ég var kannski ekki jafntilbúinn og ég hélt og ég var enn að deyfa mig, hvort sem það var í spílavítum eða í drykkjunni og ég var enn að lifa í þessum óheiðarleika,“ segir Guðlaugur Victor.

„Þetta er ekki mamma mín“

Guðlaugur hefur sem fyrr segir gengið í gegnum meira en flestir jafnaldrar hans, þar sem hann ólst upp við mjög erfiðar aðstæður. Báðir foreldrar hans glímdu við mikla fíkn og Guðlaugur var í raun allt í senn eiginmaður, sonur og pabbi systur sinnar sem unglingur, þegar hann var að reyna að einbeita sér að knattspyrnunni. Hann segist í dag ekki sjá eftir neinu og þykir mjög vænt um móður sína, þó að hún glími enn við mikla erfiðleika.

 „Mamma er mamma, mamma er Ásta, en fíkillinn er fíkillinn, þetta er ekki mamma mín,“ segir Guðlaugur og heldur áfram. „Ég sé ekki eftir neinu, af því að ef ég lít til baka yfir öll þessi ár, þá er ég sá sem ég er í dag út af mínu lífi. Ég get ekki séð eftir hlutum af því að ég er ánægður í eigin skinni í dag.”

„Ég sagði oft við foreldra mína að mig langaði að vera hvítur“

Aðspurður hvort Guðlaugur hafi orðið fyrir rasisma svarar hann játandi. „Það hefur alveg komið fyrir, mikið í fótboltanum þegar ég var yngri. Foreldrar á hliðarlínunni og svona.“ Þá segir hann frá vini sínum sem spilaði með honum í Fylki en vinur hans var frá Senegal og lenti verr í þessu en hann. „Það kom oft fyrir að það var öskrað inn á völlinn: „Stoppið þennan negra“ eða eitthvað þannig. Það kom margoft fyrir.“

„Það var oft sem ég fór heim grátandi úr skólanum því ég var kallaður einhverjum nöfnum,“ segir Guðlaugur. Hann talar um tímabil þegar strákarnir í bekknum hans voru allir að safna síðu hári. „Mitt hár fór bara upp, ég sagði oft við foreldra mína að mig langaði að vera hvítur.“

Hlaðvarpsþáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

https://www.youtube.com/watch?v=eo0SqcnRH4A

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fundurinn í London gekk ekki vel

Fundurinn í London gekk ekki vel