fbpx
Föstudagur 25.september 2020
433Sport

Pepsi Max deild kvenna: Úrslitin úr leikjum kvöldsins – Topplið Breiðabliks fór illa með Þrótt

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 24. júlí 2020 21:07

Elín Metta hefur verið iðin við markaskorun í sumar. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Þór/KA tók á móti Fylki, Breiðablik bauð Þrótti í Kópavoginn og KR og FH tókust á í Vesturbænum.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig leikir kvöldsins fóru:

Þór/KA 2-2 Fylkir

Markalaust var á Akureyri í hálfleik en Stefanía Ragnarsdóttir kom Fylki yfir á 65. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar náði Þór/KA að jafna metin en það var Margrét Árnadóttir sem skoraði fyrir Þór/KA.

Á 77. mínútu skoraði Bryndís Arna Níelsdóttir úr víti fyrir Fylki og kom þeim yfir. Einungis mínútu síðar skoraði Þórdís Elva Ágústsdóttir í Fylki sjálfsmark og varð leikurinn því aftur jafn. Mörkin urðu ekki fleiri og endaði leikurinn því 2-2

Breiðablik 5-0 Þróttur

Topplið Breiðabliks komst yfir á 25. mínútu með marki frá Berglindi Þorvaldsdóttur. Berglind var síðan aftur á ferðinni á 43. mínútu þegar hún skoraði annað mark Blika og var staðan 2-0 fyrir Breiðablik í hálfleik.

Agla Albertsdóttir gerði Þrótturum erfitt fyrir þegar hún kom Breiðablik í þriggja marka forystu á 57. mínútu. 10 mínútum seinna skoraði Alexandra Jóhannsdóttir fjórða mark leiksins fyrir Breiðablik og í uppbótartíma skoraði Agla María Albertsdóttir fimmta mark Blika og gulltryggði sigurinn.

KR 3-0 FH

Í Vesturbænum var það Katrín Ásbjörnsdóttir sem skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mínútu og kom KR yfir. Átta mínútum síðar skoraði Katrín annað mark fyrir KR og kom þeim því í 2-0. Snemma í seinni hálfleik náði Angela Beard að skora þriðja mark KR-inga. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokaniðurstaðan því 3-0 fyrir KR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslendingar vilja ekki tengja sig við ofbeldið sem leikmaður Liverpool varð fyrir í gær

Íslendingar vilja ekki tengja sig við ofbeldið sem leikmaður Liverpool varð fyrir í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Botnlaus eyðsla – 153 milljarðar á nokkrum árum

Botnlaus eyðsla – 153 milljarðar á nokkrum árum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Meðal stærstu viðurkenninga sem Íslendingur hefur fengið

Meðal stærstu viðurkenninga sem Íslendingur hefur fengið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breiðablik og Fylkir sigruðu á heimavelli

Breiðablik og Fylkir sigruðu á heimavelli
433Sport
Í gær

Liverpool skoraði sjö í deildarbikarnum

Liverpool skoraði sjö í deildarbikarnum
433Sport
Í gær

Sjáðu þegar Suarez brotnaði niður þegar kveðjustundin fór fram

Sjáðu þegar Suarez brotnaði niður þegar kveðjustundin fór fram
433Sport
Í gær

Bjarni rifjar upp bergmálið í sturtunni – „Hann var að minnsta kosti 15 árum eldri“

Bjarni rifjar upp bergmálið í sturtunni – „Hann var að minnsta kosti 15 árum eldri“