fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

KR jafnaði í uppbótartíma – Fylkir tók stjörnuna – ÍBV lagði FH

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 20. júlí 2020 21:18

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. FH tók á móti ÍBV, Fylkir bauð Stjörnunni í Árbæinn og KR keppti við Þrótt Reykjavík.

ÍBV fékk þrjá mikilvæga punkta eftir leikinn í Árbænum. Bæði Fylkir og ÍBV voru með 3 stig á botninum fyrir leikinn og því ganga ÍBV-konur eflaust sáttar frá borði eftir 0-1 sigur en Olga Sevcova skoraði sigurmarkið fyrir ÍBV í fyrri hálfleik..

Fylkir og Stjarnan áttust við í Árbænum í dag en þar braut Eva Rut Ástþórsdóttir ísinn fyrir Fylki með marki á 33. mínútu. Arna Dís Arnþórsdóttir jafnaði metinn fyrir Stjörnuna þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Á 70. mínútu fékk Shameeka Nikoda Fishley í Stjörnunni að líta rauða spjaldið. Fylkir náði að nýta leikmannamuninn og skoraði Bryndís Arna Níelsdóttir sigurmarkið á 86. mínútu. Lokaniðurstaðan 2-1 fyrir Fylki.

Í Vesturbænum leit allt út fyrir að Þróttur myndi ferðast til baka í Laugardalinn með 3 punkta í farteskinu en Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom þeim yfir á 75. mínútu. Þróttarar voru yfir allt fram á síðustu stundu en þá náði Hlíf Hauksdóttir að pota boltanum inn og stela í leiðinni stigi úr leiknum. Endaði leikurinn 1-1.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United vill selja en hingað til hefur ekkert félag sýnt áhuga

United vill selja en hingað til hefur ekkert félag sýnt áhuga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rúnari hrósað í hástert – „Hefur heillað mann“

Rúnari hrósað í hástert – „Hefur heillað mann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“