fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Guðni svarar gagnrýni Illuga: ,,Hefur vissulega komið mér á óvart“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 20:24

Guðni Bergsson er fyrrum formaður KSÍ og býður sig nú fram að nýju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur svarað Illuga Jökulssyni og fleirum sem hafa gagnrýnt nýtt landsliðsmerki Íslands.

Illugi vakti athygli með Facebook-færslu sinni fyrr í dag þar sem hann lét allt flakka eftir myndband sem KSÍ birti í gær á samskiptamiðla.

Þar var nýtt landsliðsmerki Íslands frumsýnt en það verður notað á öllum treyjum sem og æfingagalla landsliða.

Í færslu sinni talar Illugi á meðal annars um að myndbandið bjóði upp á ‘víkingarúnk’ og fasisma.

,,Mikið þykir mér óendanlega sorglegt að horfa á þetta myndband ykkar, sem á að vera kynning á nýju merki. Ekki er nóg með að þar er ýtt undir hálffasíska en alranga söguskoðun um að Íslendingar hafi sífellt þurft að verjast (með vopnum!) erlendri ásælni, heldur er því þar markvisst gefið undir fótinn að samstaða Íslendinga felist í að verjast útlendingum, skrifar Illugi á meðal annars og tekur fram að hann hafi sent Guðna póst.

Illugi heldur áfram:

,,Alveg fyrir utan að textinn í þessum ósköpunum er ekki bara „rangur“, heldur er hann flatneskjulegur og illa skrifaður og illa lesinn. Þetta er bara einhvern veginn allt fyrir neðan ykkar – og þar með okkar! – virðingu.“

,,Nú sé ég í umræðum á netinu að sumum finnst þetta flott. Þá það. Hafi það verið markmiðið hjá ykkur með þessu myndbandi að skapa sundrungu og deilur um landsliðið, þá hefur það vissulega tekist. Persónulega ætti ég mjög erfitt með að fara á völlinn ef ég teldi að hugarfarið, sem birtist í þessu myndbandi, væri það sem réði ríkjum innan KSÍ.“

Guðni var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann tjáði sig um þessa gagnrýni.

Guðni segir að allir eigi rétt á sinni skoðun en viðurkennir að umræðan í heild sinni hafi komið á óvart.

Jafnframt þá útskýrir Guðni hugmyndina á bakvið hönnunina og kemur í veg fyrir allan misskilning.

,,Ég hef alveg orðið var við þessa umræðu á síðustu klukkustundum og í dag og hún hefur vissulega komið mér á óvart. Ég hef svarað Illuga og vil benda á í sjálfu sér að það verður að sjá í hvaða samhengi þetta er sett fram. Við erum að vísa til sagnagnahefða okkar varðandi landvættina,“ sagði Guðni.

,,Þetta er líkingarmál. Við erum að tala um dreka, griðung og berg-risi sem er vísbending um það að þetta er fært í stílinn. Þetta er stemnings-myndband og þarna er að vísa til landvættana okkar sem eru grunnurinn fyrir okkar landsliðsmerki. Við erum að vísa til okkar skjaldamerkis og sagnahefðar.“

,,Við þurfum að sjá þetta í því samhengi áður en við förum gasalega fram og dæmum þetta eins og einhverjir hafa gert.“

Svar Guðna í heild sinni má heyra hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mbappe kveikti bál í Katalóníu eftir leik – 60 manns tókust á

Mbappe kveikti bál í Katalóníu eftir leik – 60 manns tókust á
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Telur að Salah sé fyrir löngu búinn að semja við annað lið en Liverpool

Telur að Salah sé fyrir löngu búinn að semja við annað lið en Liverpool
433Sport
Í gær

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Í gær

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit
433Sport
Í gær

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu