fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
433Sport

Íslensk knattspyrnufélög greiddu yfir 7 milljónir til umboðsmanna – Þetta eru félögin sem greiddu mest

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag birti KSÍ sína árlega skýrslu um greiðslur íslenskra knattspyrnufélaga til umboðsmanna. Skýrslan inniheldur heildarupphæð yfir allar þóknanir sem íslensk félög hafa greitt til umboðsmanna frá 1. apríl 2019 til 30. júní 2020.

Tölurnar sem eru birtar er samanlögð heildarupphæð fyrir alla leikmenn og samanlögð heildarupphæð hvers félags. Heildarupphæð þeirra liða sem greiddu mest fer yfir milljón krónur. Heildarupphæð allra liðana til samans er rúmlega 7 milljónir. Árið 2019 var heildarupphæðin um 6 og hálf milljón en árið 2018 var heildarupphæðin um 5 milljónir.

Það kemur eflaust ekki mörgum á óvart að Valur situr á toppi listans en félagið hefur undanfarin ár verið duglegt í að sækja sér leikmenn. Félagið greiddi rúmlega eina og hálfa milljón samanlagt til umboðsmanna undanfarið ár.

Breiðablik kemur á eftir Val en samanlögð upphæð sem Breiðablik greiddi til umboðsmanna er rúm milljón. Þá fylgir ÍBV og Víkingur R. fast á eftir en félögin greiddu bæði í kringum 900 þúsund krónur til umboðsmanna undanfarið ár.

Hér fyrir neðan má sjá listann í heild sinni yfir upphæðirnar sem félögin greiddu til umboðsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

KR spilar á móti Celtic – Eitt sigursælasta lið heims

KR spilar á móti Celtic – Eitt sigursælasta lið heims
433Sport
Fyrir 2 dögum

Páll segir að staðan sé óþægileg og erfið – „Við höfum ekki fengið fullnægjandi svör“

Páll segir að staðan sé óþægileg og erfið – „Við höfum ekki fengið fullnægjandi svör“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Natasha Moraa Anasi fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra – Stefnir að því að komast aftur í íslenska landsliðið

Natasha Moraa Anasi fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra – Stefnir að því að komast aftur í íslenska landsliðið
433Sport
Fyrir 3 dögum

Meistaradeildin: Lyon áfram þrátt fyrir tap gegn Juventus – Manchester City áfram eftir sigur á Real Madrid

Meistaradeildin: Lyon áfram þrátt fyrir tap gegn Juventus – Manchester City áfram eftir sigur á Real Madrid
433Sport
Fyrir 3 dögum

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“
433Sport
Fyrir 3 dögum

KR missir leikmann – „Það er slæmt að missa hann“

KR missir leikmann – „Það er slæmt að missa hann“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Logi opinberar hvers vegna Ólafur fer ekki í FH – Líkir honum við Ronaldo

Logi opinberar hvers vegna Ólafur fer ekki í FH – Líkir honum við Ronaldo
433Sport
Fyrir 4 dögum

Manchester City fær Aké til sín – Afar hár verðmiði

Manchester City fær Aké til sín – Afar hár verðmiði