fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Andrea segir tilfinninguna hafa verið ólýsanlega – „Ég náði ekki and­an­um og vissi um leið hvað hafði gerst“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 12:04

Frá skimun á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var bara eins og heim­ur­inn hefði stoppað. Ég náði ekki and­an­um og vissi um leið hvað hafði gerst.“

Þetta segir Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, knattspyrnukona í Breiðablik, í samtali við mbl.is en þann 25. júní fékk hún símtal frá hjúkrunarfræðingi. Hjúkrunarfræðingurinn hringdi í Andreu til að segja henni að hún væri með Covid-19. Þá hafði Andrea nýlega verið búin að keppa tvo leiki í Pepsi Max-deild kvenna ásamt því að hafa farið í tvær útskriftarveislur.

„Næstu tím­ar fóru í að tala við smitrakn­ing­ar­t­eymið sem hringdi viðstöðulaust í mig og vann frá­bært starf,“ segir Andrea. Hún hringdi sjálf í sína nánustu en fékk stjúppabba sinn til að hringja í þjálfarann sinn áður en smitrakningarteymið gerir það. Andrea segist hafa setið niðurbrotin á gólfinu í herberginu sínu þegar hún fær skilaboð frá vinkonu sinni á Facebook. „Ert þú með COVID?“ spurði vinkonan en í skilaboðinu var einnig skjáskot af frétt frá Fótbolti.net. Í fréttinni var greint frá því að Andrea væri með Covid-19. Blaðamaður DV hafði samband við Hafliða Breiðfjörð, framkvæmdastjóra Fótbolti.net, til að spyrja hann hvers vegna Andrea var nafnbirt til að byrja með en Hafliði vildi ekki tjá sig um málið.

„Þarna var þetta komið fyr­ir fram­an alla alþjóð“

Andrea segir að tilfinningin hafi verið ólýsanleg og að hún myndi ekki vilja að hennar versti óvinur þyrfti að ganga í gegnum það sama. Hún segir þetta hafa verið áfall. „Ég þótt­ist vita hvað ég væri búin að gera en þarna vissi ég að þetta yrði ekki aðeins vitað í fót­bolta­heim­in­um, þar sem fólk gat lagt tvo og tvo sam­an. Þarna var þetta komið fyr­ir fram­an alla alþjóð og til fólks sem ég hafði ekki einu sinni talað við, þannig að jafn­vel fólk sem þykir vænt um mig var að frétta þetta svona.“

Eftir að nafn Andreu hafði verið birt þá leið henni eins og öllum spjótum væri beint að henni. „Ég er búin að læra núna að þetta var ekki mér að kenna, en ég vissi það ekki fyrst.“ Andrea segist hafa fengið falleg skilaboð frá fólki og að það hafi hjálpað henni smám saman að fatta að þetta var ekki henni að kenna.

„Ég fékk í raun­inni stuðning frá ótrú­leg­asta fólki,“ segir Andrea en til að mynda hringdi Alma Möller land­lækn­ir í hana. „Hún [Alma] ít­rekaði að þetta væri ekki mér að kenna og það hjálpaði, því ég hugsaði: Ég hlýt að geta treyst henni. Það er í eðli fólks að reyna að finna ein­hvern til að skella skuld­inni á en síðan fór fólk að beina sjón­um sín­um að stjórn­völd­um og þeirra kerfi, þannig að þetta skánaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar