fbpx
Laugardagur 19.júní 2021
433Sport

Óli Stefán mun skoða eigin mistök: ,,Fer yfir liðinn tíma með gagnrýnis gleraugun á“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 20:11

© 365 ehf / Andri Marinó

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA staðfesti það fyrr í dag að Óli Stefán Flóventsson væri hættur sem aðalþjálfari karlaliðs félagsins.

Óli tók við KA fyrir tímabilið síðasta sumar og hafnaði liðið í fimmta sæti deildarinnar undir hans stjórn.

Byrjunin í sumar hefur þó verið ansi erfið og er KA m eð þrjú stig eftir fyrstu fimm umferðirnar.

Það var því tekið ákvörðun um að rifta samningi Óla en ákvörðunin var sameiginleg.

Arnar Grétarsson var í kjölfarið ráðinn þjálfari liðsins og mun sjá um að klára tímabilið.

Óli gaf frá sér yfirlýsingu á Facebook síðar í dag og má lesa hana hér.

Yfirlýsing Óla Stefáns:

Það má með sanni segja að dagurinn í dag hafi verið viðburðaríkur.

Ég hef síðustu tæp tvo ár þjálfað lið KA en í dag skildu leiðir.

Það hafa verið forréttindi að starfa fyrir þetta félag og eg hef notið tímans á Akureyri.

Í kringum félagið er fólk sem ég kann ótrúlega vel við. Þetta fólk leggur mikla vinnu í að koma KA áfram og verða það lið sem ég veit að það getur orðið.

Þessu fólki öllu saman ásamt stuðningsmönnum þakka ég samfylgdina og óska því ekkert nema góðs í framtíðinni.

Þjálfarateymið og leikmenn hafa gert í einu og öllu algjörlega það sem ég hef farið fram á, ég gæti ekki verið ánægðari með þeirra framlag.

Mér var treyst til þess að stýra skútinni ákveðna leið, leið sem hefur kannski ekki alltaf verið bein og greið en stefnan hefur samt sem áður alltaf verið skýr.

Ég er ánægður með þá leið sem við fórum í fyrra þar sem við sigldum skútunni í fimmta sæti Pepsí Max deildarinnar þrátt fyrir ólgusjó sem við lentum í á leiðinni.

Nú tekur nýr skipstjóri við og ég óska honum alls hins besta með þá heitu ósk um að hann komi skútunni þá leið sem óskað er eftir.

Það mikilvægasta hjá mér er að fara yfir liðinn tíma með gagnrýnis gleraugun á. Ég þarf að skoða þau mistök sem ég sjálfur hef gert. Sumt sé ég mjög skýrt nú þegar en það tek ég með mér áfram og læri af.

Ég þakka fyrir þær kveðjur sem mér hafa borist í dag

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

2. deild karla: Ótrúleg dramatík á Ásvöllum – Aftur komu Haukar til baka manni færri

2. deild karla: Ótrúleg dramatík á Ásvöllum – Aftur komu Haukar til baka manni færri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lengjudeild karla: Góður heimasigur ÍBV – Kórdrengir sóttu þrjú stig norður

Lengjudeild karla: Góður heimasigur ÍBV – Kórdrengir sóttu þrjú stig norður
433Sport
Í gær

Ólafur um stóra bindis-málið: „Bjargráður, gangráður og vandráður“

Ólafur um stóra bindis-málið: „Bjargráður, gangráður og vandráður“
433Sport
Í gær

Harkaleg mótmæli í nótt – „Farðu til fjandans feita Kop kunta“

Harkaleg mótmæli í nótt – „Farðu til fjandans feita Kop kunta“
433Sport
Í gær

Ramos ætlaði að vera áfram en komst þá að þessu

Ramos ætlaði að vera áfram en komst þá að þessu
433Sport
Í gær

Þetta er ríkasti knattspyrnumaður í heimi

Þetta er ríkasti knattspyrnumaður í heimi