fbpx
Föstudagur 03.júlí 2020
433Sport

Birkir vill ekki vera fyrirsæta: „Ég vil einbeita mér að vinnunni“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. júní 2020 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Bjarnason er byrjaður að æfa á fullu með Brescia á Ítalíu en boltinn er að fara aftur af stað eftir langa pásu. Ítalía fór illa út úr kórónuveirunni og var Birkir læstur inni heima hjá sér í fleiri vikur.

Miðjumaðurinn flutti til Ítalíu í janúar eftir stutt stopp í Katar. „Þetta var gríðarlega erfitt,“ sagði Birkir í samtali við The Athletic um ástandið sem var á Ítalíu þegar kórónuveiran var í fullu fjöri.

„Ég mátti ekki fara út, ég var ný fluttur inn og hafði enginn tæki til að halda mér í formi. Ég reyndi að gera æfingar fyrir framan tölvuna en það var ekki einfallt,“ sagði Birkir sem kveðst hafa lesið mikið á þessum tíma.

Fyrirsætustörf:
Birkir er oft sagður á meðal kynþokkafyllstu knattspyrnumanna í heimi og fær mörg boð um að sitja fyrir í tímaritum. „Ég hef tekið fjögur verkefni að mér sem má flokka sem fyrirsætustarf, ég hef fengið boð um miklu fleiri. Ég hef lítinn áhuga á þessu, þetta var fín reynsla en ég er knattspyrnumaður. Ég vil einbeita mér að vinnunni.“

Um Mario Balotelli:
Líklega hefur Birkir spilað sinn síðasta leik með Mario Balotelli hjá Brescia en kappinn neitar að mæta til æfinga þessa dagana. „Það vita allir að hann er pínu klikkaður en hann er góður drengur, það hefur verið gaman að spila með honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Mourinho: Herra Levy segir að hann vilji framlengja

Mourinho: Herra Levy segir að hann vilji framlengja
433Sport
Í gær

Neville segir Ole að rífa upp veskið – ,,Verður að borga meira en það“

Neville segir Ole að rífa upp veskið – ,,Verður að borga meira en það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Var miður sín árið 2014: ,,Ég veit að hann er svo ánægður og stoltur“

Var miður sín árið 2014: ,,Ég veit að hann er svo ánægður og stoltur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Táningurinn farinn frá Manchester United – Lampard kannast ekki við neitt

Táningurinn farinn frá Manchester United – Lampard kannast ekki við neitt