fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Birkir vill ekki vera fyrirsæta: „Ég vil einbeita mér að vinnunni“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. júní 2020 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Bjarnason er byrjaður að æfa á fullu með Brescia á Ítalíu en boltinn er að fara aftur af stað eftir langa pásu. Ítalía fór illa út úr kórónuveirunni og var Birkir læstur inni heima hjá sér í fleiri vikur.

Miðjumaðurinn flutti til Ítalíu í janúar eftir stutt stopp í Katar. „Þetta var gríðarlega erfitt,“ sagði Birkir í samtali við The Athletic um ástandið sem var á Ítalíu þegar kórónuveiran var í fullu fjöri.

„Ég mátti ekki fara út, ég var ný fluttur inn og hafði enginn tæki til að halda mér í formi. Ég reyndi að gera æfingar fyrir framan tölvuna en það var ekki einfallt,“ sagði Birkir sem kveðst hafa lesið mikið á þessum tíma.

Fyrirsætustörf:
Birkir er oft sagður á meðal kynþokkafyllstu knattspyrnumanna í heimi og fær mörg boð um að sitja fyrir í tímaritum. „Ég hef tekið fjögur verkefni að mér sem má flokka sem fyrirsætustarf, ég hef fengið boð um miklu fleiri. Ég hef lítinn áhuga á þessu, þetta var fín reynsla en ég er knattspyrnumaður. Ég vil einbeita mér að vinnunni.“

Um Mario Balotelli:
Líklega hefur Birkir spilað sinn síðasta leik með Mario Balotelli hjá Brescia en kappinn neitar að mæta til æfinga þessa dagana. „Það vita allir að hann er pínu klikkaður en hann er góður drengur, það hefur verið gaman að spila með honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar