fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
433Sport

Mikael svarar fyrir sig og segir sögurnar kjaftæði – ,,Ég lét keyra mig til Keflavíkur“

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. júní 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, hefur svarað fyrir sig eftir ummæli sem féllu í hlaðvarpsþætti á Fótbolta.net fyrir helgi.

Þar mátti heyra sögusagnir um að Mikael hefði oftar en einu sinni mætt of seint á æfingu hjá Njarðvík eftir að hafa tekið við í fyrra.

Mikael er eins og flestir þekkja einn af sérfræðingum hlaðvarpsþáttarins Dr. Football í umsjón Hjörvar Hafliðasonar.

Mikael svaraði fyrir sig fullum hálsi í þættinum og segir þessi ummæli út í hött.

,,Þetta er náttúrulega mesta kjaftæði sem ég hef heyrt. Bíllinn hefur aldrei bilað. Hvað gerði ég? Ég lét keyra mig til Keflavíkur til að fá bensinn lánaðan og var svo mættur aftur seinna um daginn á Land Rovernum á æfingu,“ sagði Mikael.

,,Ég hef ekki mætt of seint á eina æfingu. Ég mæti aldrei of seint. Það er ein æfing eftir COVID og ein æfing síðan við byrjuðum í nóvember sem ég var á mikilvægum fundi sem ég gat ekki sleppt.“

,,Ég var að hitta manneskju og var búinn að bíða eftir þeim fundi í nokkrar vikur. Aðstoðarþjálfarinn tók fyrstu 30 mínúturnar. Ég var ekkert að mæta fimm tímum of seint, ég mætti 30 mínútum of seint því ég varð að fara á þennan fund.“

,,Það er held ég í eina skiptið, ég var að hugsa þetta, þar sem ég hef mætt of seint á æfingu. Ég get fullyrt það og þú getur gert það líka að ég mæti ekki of seint.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aron Einar vinsælasti útlendingurinn

Aron Einar vinsælasti útlendingurinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íhugar að fá sér húðflúr eftir sigurinn í deildinni

Íhugar að fá sér húðflúr eftir sigurinn í deildinni
433Sport
Í gær

Martröð Diego Costa í fyrri hálfleik

Martröð Diego Costa í fyrri hálfleik
433Sport
Í gær

Möguleiki á að leikjum Leicester verði frestað

Möguleiki á að leikjum Leicester verði frestað
433Sport
Í gær

Útilokað að Sancho fari til United – Félagið vill ekki borga upphæðina

Útilokað að Sancho fari til United – Félagið vill ekki borga upphæðina
433Sport
Í gær

Langar að labba inn og segja öllum að grjóthalda kjafti

Langar að labba inn og segja öllum að grjóthalda kjafti