fbpx
Þriðjudagur 07.júlí 2020
433Sport

Talar um Garðabæ sem Mónakó: „Blika sulturnar geta gleymt því“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. júní 2020 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúðvík Jónasson fyrrum varnarmaður í Stjörnunni er gestur í Dr. Football hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar og fer yfir liðið sitt, Stjörnuna. Þessi fyrrum knattspyrnumaður er í dag umsvifamikill í auglýsingabransanum á Íslandi.

Lúðvík er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og hann segir aðeins 2-3 lið geta unnið Pepsi Max-deild karla í sumar. Hann segir alltof mikið látið með Víking Reykjavík.

„Ég er ekki alveg sammála þessum sex liðum, það er búið að hypea þessa Víkinga í drasl. Ég hef enga trú á þeim, það verður fróðlegt að sjá þessa ungu stráka. Þar eru lykilmenn eins og Sölvi og Kári sem eru að verða fertugir, ég sé ekki að þeir þoli leikjaálagið. Það verður álag á Arnari að finna út úr því. Víkingur er fjögur til sjö, flottir ef þeir ná ofar,“ sagði Lúðvík en margir spá því að Víkingur geti barist um sigur í Pepsi Max-deildinni.

Talað er um að sex lið geti barist á toppi deildarinnar en Lúðvík segir það ekki vera rétt. „Þetta eru nokkur lið, það eru ekkert öll sex. Það eru 2-3 lið sem geta unnið þetta mót. Fimleikafélagið getur gleymt því, Blika sulturnar geta gleymt því, unglingaklúbburinn í Víkinni getur gleymt því.“

Það sem vakti hvað mesta athygli í þættinum er að Lúðvík talar um Garðabæ sem Mónakó. ,,Þetta er Mónakó (Stjarnan) veldið, Meistaravellir (KR) og Íþróttafélag Borgarsjóðs (Valur),“ sagði Lúðvík um þau lið sem geta orðið Íslandsmeistarar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kári ósáttur og vill að eitthvað verði gert: ,,Ég veit ekki hvað gerðist hjá honum greyinu“

Kári ósáttur og vill að eitthvað verði gert: ,,Ég veit ekki hvað gerðist hjá honum greyinu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sandra leikjahæst í sögu efstu deildar kvenna – Stendur á milli stanganna hjá Íslandsmeisturum Vals

Sandra leikjahæst í sögu efstu deildar kvenna – Stendur á milli stanganna hjá Íslandsmeisturum Vals
433Sport
Í gær

Van Dijk útskýrir af hverju hann valdi Liverpool – ,,Hann er með eitthvað sérstakt“

Van Dijk útskýrir af hverju hann valdi Liverpool – ,,Hann er með eitthvað sérstakt“
433Sport
Í gær

Zidane orðinn þreyttur á umræðunni – Muniain tók undir með Pique

Zidane orðinn þreyttur á umræðunni – Muniain tók undir með Pique
433Sport
Í gær

Sjáðu svakalegt mark Southampton – Refsuðu Ederson

Sjáðu svakalegt mark Southampton – Refsuðu Ederson
433Sport
Í gær

Staðfestir að hann eigi enga framtíð hjá Tottenham

Staðfestir að hann eigi enga framtíð hjá Tottenham