fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Talar um Garðabæ sem Mónakó: „Blika sulturnar geta gleymt því“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. júní 2020 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúðvík Jónasson fyrrum varnarmaður í Stjörnunni er gestur í Dr. Football hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar og fer yfir liðið sitt, Stjörnuna. Þessi fyrrum knattspyrnumaður er í dag umsvifamikill í auglýsingabransanum á Íslandi.

Lúðvík er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og hann segir aðeins 2-3 lið geta unnið Pepsi Max-deild karla í sumar. Hann segir alltof mikið látið með Víking Reykjavík.

„Ég er ekki alveg sammála þessum sex liðum, það er búið að hypea þessa Víkinga í drasl. Ég hef enga trú á þeim, það verður fróðlegt að sjá þessa ungu stráka. Þar eru lykilmenn eins og Sölvi og Kári sem eru að verða fertugir, ég sé ekki að þeir þoli leikjaálagið. Það verður álag á Arnari að finna út úr því. Víkingur er fjögur til sjö, flottir ef þeir ná ofar,“ sagði Lúðvík en margir spá því að Víkingur geti barist um sigur í Pepsi Max-deildinni.

Talað er um að sex lið geti barist á toppi deildarinnar en Lúðvík segir það ekki vera rétt. „Þetta eru nokkur lið, það eru ekkert öll sex. Það eru 2-3 lið sem geta unnið þetta mót. Fimleikafélagið getur gleymt því, Blika sulturnar geta gleymt því, unglingaklúbburinn í Víkinni getur gleymt því.“

Það sem vakti hvað mesta athygli í þættinum er að Lúðvík talar um Garðabæ sem Mónakó. ,,Þetta er Mónakó (Stjarnan) veldið, Meistaravellir (KR) og Íþróttafélag Borgarsjóðs (Valur),“ sagði Lúðvík um þau lið sem geta orðið Íslandsmeistarar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta
433Sport
Í gær

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari
433Sport
Í gær

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt