fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Efsta deild kvenna: Fjórða umferð hefst á morgun – Þremur leikjum frestað

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 29. júní 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórða umferð í efstu deild kvenna hefst á morgun með einum leik. ÍBV tekur á móti Val. Tveir aðrir leikir áttu að fara fram á morgun. Þeim hefur verið frestað vegna Covid-19 smita hjá Fylki og Breiðablik. Á miðvikudaginn fer einn leikur fram. Stjarnan tekur á móti Selfoss í Garðabæ. KR og FH áttu einnig að spila á miðvikudaginn en þeim leik hefur verið frestað vegna þess að allt KR liðið er í sóttkví.

Markmiðið að ná í öll stigin

Eins og fyrr segir leggja Valskonur land undir fót á morgun og mæta ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Valur hefur farið vel af stað og eru þær með fullt hús stiga. ÍBV er með þrjú stig eftir þrjá leiki og má því búast við erfiðum leik fyrir heimastúlkur.

Andri Ólafsson þjálfari ÍBV er spenntur að fá Val í heimsókn. „Leikurinn leggst hrikalega vel í okkur. Það er svolítið síðan við unnum leik og okkur langar að ná í stig af þeim. Við þurfum að halda einbeitingu allan leikinn og gera þetta saman. Við þurfum að eiga okkar besta leik til að ná í öll stigin sem er markmiðið.“

„Gæði út um allt“

Elín Metta og Hlín hafa verið í miklu stuði í upphafi móts. Varnarmenn ÍBV mega búast við að fá þær á sig af fullum krafti. „Við ætlum að loka á þær og beina þeim inn á við og sjá til hvað gerist. Þær eru með frábæra sóknarmenn, bæði Elín og Hlín og auðvitað líka á hinum kantinum.

Það breytir ekki öllu hvort við pælum í einum til tveimur leikmönnum eða öllum, þær eru með gæði út um allt og eru með eitt af bestu liðunum á landinu. Við erum með ákveðnar hugmyndir um hvernig við ætlum að stoppa þær og svo verður þetta bara að koma í ljós“ segir Andri.

Eru enn að spila sig saman

Andri er ekki sáttur með að vera einungis með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina. „Við áttum svo sem lítið skilið á móti Þór/KA þar sem við vorum bara lélegar. Það er kannski sama uppi á teningnum með leikinn á móti Stjörnunni. Það var að minnsta kosti ekki markmiðið að vera með þrjú stig eftir þrjá leiki.“

Andri segir þær rétt vera að byrja og liðið er enn að spila sig saman. „Það tekur smá tíma að spila liðið saman. Við höfum bæði verið að glíma við meiðsli og leikmenn að koma nýir inn. Sumar komu seint og þurftu að fara í sóttkví við komuna til landsins sem er bara eðlilegt.“

ÍBV fær ekki frekari liðsstyrk áður en glugginn lokar á morgun en Andri segir þó að einhverjar breytingar verði á hópnum sem munu koma í ljós í vikunni.

Andri vonar að mótið muni spilast nokkuð eðlilega í sumar í ljósi aðstæðna. „Það vill enginn taka sénsa og við erum sjálfir með leikmenn sem myndu ekki spila ef það væri minnsta hætta á smiti.“

Leikir 4. umferðar

  1. júní kl. 18:00

ÍBV – Valur

  1. júlí kl. 19:15

Stjarnan – Selfoss

      Frestaðir leikir

Þór/KA – Fylkir

Þróttur R. – Breiðablik

KR – FH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag