fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Berglind Björg knattspyrnukona um myndbirtingu: „Þetta er galið“

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 29. júní 2020 16:30

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru 30 búnir að senda mér þessa mynd á 10 mínútum! Þetta er galið,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Breiðabliks, og vísar til myndbirtingar af henni sjálfri með frétt Vísis í dag þar sem fjallað var um smit innan Breiðabliks.

Fyrir breytingu var þessi mynd með fréttinni:

Mynd/Skjáskot Vísir

„Ég veit að fréttin er ekki um mig en þegar fólk sér myndina og fyrirsögnina þá tengir það mig við Covid, það er enginn að pæla í fréttinni sjálfri“ segir Berglind sem hafði samband við viðkomandi fréttamann og bað um að myndin af sér yrði fjarlægð.

Á upplýsingafundi almannavarna í dag hvatti Alma Möller landlæknir sérstaklega til nærgætinnar umræðu um þá sem smitast og þá sem verða fyrir því að smita aðra.

Að öllum líkindum var Alma að vísa til nafn- og myndbirtingar fyrir helgi af annarri knattspyrnukonu í Breiðabliki, sem smitaðist í  Bandaríkjunum, þegar hún sagði:  „Undanfarna daga hafa einstaklingar verið nafngreindir. Fyrir utan að vera ótækt vegna persónuverndarsjónarmiða þá skapaði þetta aukið álag á smitrakningarteymið.“ Sagði hún umræðu um smitaða einstaklinga ekki áður verið með þessum hætti og væri þetta á engan hátt við hæfi.

Berglind sagði myndbirtinguna og nafnbirtinguna á liðsfélaga sínum „gjörsamlega galna“. Berglind og allir í liðinu eru orðlaus yfir þessu. „Það er fáránlegt að gera hana að einhverjum blóraböggli. Hún gerði ekkert rangt og fór eftir öllum fyrirmælum. Það að hún hafi hringt sjálf og beðið um sýnatöku er náttúrulega bara frábært. Við í Breiðablik verðum til staðar fyrir hana og sýnum henni mikinn stuðning.“

Berglind segir liðsfélögum sínum ekki líða vel yfir þessu máli. „Það er stór mynd af henni með hverri einustu frétt. Það mun taka tíma fyrir hana að jafna sig á þessu. Svo er þetta núna á frekar viðkvæmu stigi og allt í einu kemur mynd af mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar