fbpx
Föstudagur 03.júlí 2020
433Sport

Smitið sem kom upp í gær rakið til útskriftarveislu þar sem fjöldi fólks kom saman

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 27. júní 2020 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan staðfesti í gærkvöldi að einn leikmaður liðsins í meistaraflokki karla hefði greinst með veiruna. Smitið er rakið til útskriftarveislu sem fram fór á síðasta laugardag en samkvæmt heimildum var um að ræða fjölmenna veislu.

Umræddur leikmaður mætti á æfingu Stjörnunnar á fimmtudag en smitrakningarteymi Almannavarna hóf að rekja smitið nú klukkan 10:00. Þetta staðfesti Víðir Reynisson í samtali við 433.is.

Smitið var staðfest seint í gærkvöldi og voru allir leikmenn í meistaraflokki karla sendir í sóttkví á meðan smitið verður rakið. Ekki er öruggt að allir leikmenn liðsins verði í tveggja vikna sóttkví samkvæmt Víði, úr því verður skorið í dag eftir samtal við hinn smitaða leikmann.

Íslenskur knattspyrnuheimur er uggandi vegna stöðunnar en fyrr í vikunni greindist leikmaður kvennaliðs Breiðabliks með veiruna. Umræddur leikmaður var staddur í sömu útskriftarveislu og leikmaður Stjörnunnar.

Fjöldi fólks er farið í sóttkví eftir staðfestingu á þessum smitum og bætist stór hópur við í dag eftir smitið sem Stjarnan staðfesti í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ætti Klopp að leita til Arsenal?

Ætti Klopp að leita til Arsenal?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hraunar yfir Lionel Messi og kennir honum um: ,,Einhverfur krakki sem er einn og hálfur metri á hæð“

Hraunar yfir Lionel Messi og kennir honum um: ,,Einhverfur krakki sem er einn og hálfur metri á hæð“
433Sport
Í gær

Neville segir Ole að rífa upp veskið – ,,Verður að borga meira en það“

Neville segir Ole að rífa upp veskið – ,,Verður að borga meira en það“
433Sport
Í gær

Myndbirtingin kostaði hann starfið – Knattspyrnustjarna játaði strax

Myndbirtingin kostaði hann starfið – Knattspyrnustjarna játaði strax
433Sport
Í gær

Sara Björk til Lyon

Sara Björk til Lyon
433Sport
Í gær

Sjáðu nýtt landsliðsmerki Íslands – Verður notað á öllum treyjum

Sjáðu nýtt landsliðsmerki Íslands – Verður notað á öllum treyjum