fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Yfirlýsing vegna smits í Kópavogi: „Fór í einu og öllu að fyrirmælum yfirvalda“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. júní 2020 12:56

Þríeykið. Mynd: Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær greindist íslenska knattspyrnukonan, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir leikmaður Breiðabliks með jákvætt sýni í COVID-19 sýnatöku. Hún kom til landsins 17. júní sl. og reyndist sýnataka á landamærum neikvæð. Síðar kom í ljós að hún hafði verið í nánd við smitaðan einstakling erlendis og fór því aftur í sýnatöku. Sú sýnataka reyndist jákvæð. Sem stendur er hún einkennalaus.

Bæði kvennalið Breiðabliks og KR eru í sóttkví vegna málsins og fleiri til. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ segir við Fréttablaðið að leikjum þessara liða verði frestað en aðrir leikir í deildinni fari fram.

Breiðablik hefur sent frá sér ýfirlýsingu vegna málsins

Yfirlýsing Blika:
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur leikmaður Breiðabliks greinst með Covid-19 og hafa Almannavarnir og KSÍ þegar brugðist við, m.a. með frestun leikja og fyrirmælum um sóttkví leikmanna. Breiðablik vinnur náið með Almannavörnum og KSÍ og mun kappkosta að koma frekari upplýsingum á framfæri um leið og þær liggja fyrir.

Breiðablik hefur á undangengnum vikum lagt sig fram við að fara í einu og öllu eftir fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda varðandi nálægð, sóttvarnarhólf og fleira í öllu starfi félagsins. Félagið undirstrikar að leikmaðurinn sem um ræðir fór í einu og öllu að fyrirmælum yfirvalda. Nú vinna allir hluteigandi með yfirvöldum við að greina stöðuna og bregðast við.

Breiðablik mun að sjálfsögðu fylgja áfram fyrirmælum Almannavarna í einu og öllu og kappkosta að gera allt sem í sínu valdi stendur til að framfylgja þeim og grípa til allra nauðsynlegra ráðstafanna til að tryggja eins og kostur er öryggi okkar iðkenda, starfsfólks og annarra.

Félagið vill minna alla á að hafa í huga og fara eftir tilmælum yfirvalda um hreinlæti, handþvott og nálægð milli fólks og ítrekar að upplýsingum verður komið á framfæri þegar þær liggja fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru
Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vekur athygli að hann sé að æfa á æfingasvæði Liverpool þessa dagana

Vekur athygli að hann sé að æfa á æfingasvæði Liverpool þessa dagana