fbpx
Miðvikudagur 08.júlí 2020
433Sport

Gefast upp eftir að tíu starfsmenn í Indónesíu svöruðu ekki

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilraun Fykis til að fá Geoffrey Castillion framherjann knáa aftur til félagsins gengur ekki upp. Félagið fær enginn svör frá knattspyrnusambandinu í Indónesíu.

Framherjinn öflugi frá Hollandi var öflugur með Fylki á síðasta ári en hann samdi við Persib Bandung í Indónesíu í vetur. Deildin þar er í pásu og framherjinn vildi snúa aftur til Íslands.

Castillion hafði áður spilað með Víkingi og FH hér á landi og hefði styrkt lið Fylkis mikið.

„Það varð niðurstaðan að hann er ekki að koma, liðið hans úti fékk ekki staðfestingu frá knattspyrnusambandinu í Indónesíu. Þeir gátu ekki lánað hann eða látið hann fara,“ sagði Hrafnkell Helgason formaður meistaraflokksráðs Fylkis við 433.is

Hrafnkell hefur sjálfur reynt að ná á starfsmenn sambandsins en án árangurs. „Það er ekki hægt að fá nein svör, ég er sjálfur búinn að fá tölvupóst hjá tíu starfsmönnum sambandsins og hef ítrekað sent á þá, það koma enginn svör. Ætli maður verði ekki bara að vera þakklátur fyrir hvernig hlutirnir eru hjá KSÍ.“

Fylkir ætlar að skoða hvort annar framherji sé í boði. „Við erum að skoða hvort það sé eitthvað annað í boði, við erum ekkert búnir að útiloka það.“

Fylkir er eitt af tveimur liðum í efstu deild karla á Íslandi sem er án stiga eftir tvær umferðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið: Margir reiðir eftir mark Gary – Skoraði með hendinni

Sjáðu atvikið: Margir reiðir eftir mark Gary – Skoraði með hendinni
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt atvik: Leikmaður Lazio rekinn af velli fyrir að bíta andstæðing

Sjáðu ótrúlegt atvik: Leikmaður Lazio rekinn af velli fyrir að bíta andstæðing
433Sport
Í gær

Segir að Ísak sé einstakur: Var númer eitt á listanum – ,,Verður ekki mikið lengur en út sumarið“

Segir að Ísak sé einstakur: Var númer eitt á listanum – ,,Verður ekki mikið lengur en út sumarið“
433Sport
Í gær

Náði loksins bílprófinu 31 árs gamall – Liðsfélagarnir gerðu grín

Náði loksins bílprófinu 31 árs gamall – Liðsfélagarnir gerðu grín
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þurftu að stöðva slagsmál leikmanna Tottenham – Son og Lloris brjálaðir

Þurftu að stöðva slagsmál leikmanna Tottenham – Son og Lloris brjálaðir
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sarri rífst bara við einn leikmann – ,,Ég veit ekki af hverju það er“

Sarri rífst bara við einn leikmann – ,,Ég veit ekki af hverju það er“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Víkingur og Sölvi senda frá sér yfirlýsingu: ,,Í hita leiks­ins snar­reidd­ist ég þar sem ég taldi mig órétti beitt­an“

Víkingur og Sölvi senda frá sér yfirlýsingu: ,,Í hita leiks­ins snar­reidd­ist ég þar sem ég taldi mig órétti beitt­an“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kári ósáttur og vill að eitthvað verði gert: ,,Ég veit ekki hvað gerðist hjá honum greyinu“

Kári ósáttur og vill að eitthvað verði gert: ,,Ég veit ekki hvað gerðist hjá honum greyinu“