fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
433Sport

Telja líkurnar á að Sancho komi aukist eftir að United tók lán

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur ákveðið að nýta sér lánalínu sem félagið hefur aðgang að. Félagið hefur aðgang að 150 milljónum punda.

Ensk blöð segja að United hafi nú ákveðið að opna á að nota 140 milljónir punda af því í sumar. Félagið vill geta látið til skara skríða á félagaskiptamarkaðnum.

Staða knattspyrnufélaga er svört vegna kórónuveirunnar en Manchester United gaf út skýrslu í síðustu viku um málefni félagsins. Skuldir félagsins hafa hækkað um 42 prósent á síðustu vikum. Tekjur félagsins hafa minnkað um 19 prósent miðað við sama tíma í fyrra.

Ensk blöð telja að þessi lántaka sé merki um að góðar líkur séu á að United reyni að kaupa Jadon Sancho í sumar. Sancho hefur átt frábæra tíma með Dortmund en vill fara, hann er leikmaður sem Ole Gunnar Solskjær vill fá.

Ensk blöð segja að Solskjær vilji fá Sancho og Jack Grealish í sumar frá Aston Villa til að koma United aftur í hóp þeirra bestu.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sex mörk í boði er Blikar og FH skildu jöfn

Sex mörk í boði er Blikar og FH skildu jöfn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Yngsti leikmaður sögunnar til að fá rautt spjald

Yngsti leikmaður sögunnar til að fá rautt spjald
433Sport
Í gær

Leikmaður United svaraði reiðum stuðningsmönnum: ,,Hávær og býður ekki upp á neitt“

Leikmaður United svaraði reiðum stuðningsmönnum: ,,Hávær og býður ekki upp á neitt“
433Sport
Í gær

Barcelona ekki refsað – Heimtuðu 61 milljón evra

Barcelona ekki refsað – Heimtuðu 61 milljón evra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sonur Neville skrifaði undir hjá Manchester United

Sonur Neville skrifaði undir hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mourinho með föst skot eftir færslu Arsenal: ,,Þetta segir meira um þá“

Mourinho með föst skot eftir færslu Arsenal: ,,Þetta segir meira um þá“