fbpx
Laugardagur 04.júlí 2020
433Sport

Guðmundur Andri var latur og Rúnar var ekki hrifinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 08:55

Rúnar Kristinsson þjálfari KR og stjörnublaðamaðurinn, Ágúst Borgþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Tryggvason var latur á æfingum hjá KR árið 2017 og það besta sem kom fyrir hann var að komast út til Noregs. Þessu heldur Rúnar Kristinsson þjálfari KR fram í viðtali við Hjörvar Hafliðason.

Guðmundur gekk í raðir Start í Noregi árið 2017 þrátt fyrir að hafa fengið fá tækifæri með KR. „Hann æfði einn vetur hjá mér. Það vantaði fullt upp á karakterinn á þeim tíma. Svo fékk hann tækifæri til að fara út og hann fór út. Ég var ekki sáttur með hans framlag á æfingum þann veturinn. Ég er bara opinskár með það,“ sagði Rúnar um Guðmund Andra.

Guðmundur Andri kom heim á láni til Víkings síðasta sumar og var frábær með liðinu þegar Víkingur varð bikarmeistari.

„Hann stóð sig vel. Hann hefði sennilega ekki spilað mínútu hjá mér miðað við hvernig hann hegðaði sér á þeim æfingum sem hann var hjá mér þennan veturinn. Ég ætla ekkert að tala illa um hann því hann er frábær fótboltamaður en hann þurfti að læra á þeim tíma og ég held að besta sem hann gerði var að fara til Start í Noregi. Það var frábært skref fyrir hann. Hann þurfti nýtt umhverfi. Hann lagði sig ekkert sérstaklega fram á þeim æfingum sem hann var hjá mér fannst mér og besta var að fara út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Reiði í Liverpool eftir hegðun leikmanns City – Neitaði að taka þátt í gær

Reiði í Liverpool eftir hegðun leikmanns City – Neitaði að taka þátt í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gat komist á sama stað og Messi og Ronaldo en vildi það ekki

Gat komist á sama stað og Messi og Ronaldo en vildi það ekki
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bayern þurfti að biðja City afsökunar

Bayern þurfti að biðja City afsökunar
433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfarinn baunar á eigin leikmann: Skipti engu máli hjá Liverpool – ,,Hver man eftir honum?“

Landsliðsþjálfarinn baunar á eigin leikmann: Skipti engu máli hjá Liverpool – ,,Hver man eftir honum?“
433Sport
Í gær

Bannað að bera ,,Black Lives Matter“ merki í öllum útsendingum

Bannað að bera ,,Black Lives Matter“ merki í öllum útsendingum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mourinho: Herra Levy segir að hann vilji framlengja

Mourinho: Herra Levy segir að hann vilji framlengja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neville segir Ole að rífa upp veskið – ,,Verður að borga meira en það“

Neville segir Ole að rífa upp veskið – ,,Verður að borga meira en það“