fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
433Sport

Eiður Smári sendi Mikael afsökunarbeiðni: „Þetta var dautt og hann opnaði umræðuna aftur“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson sérfræðingur Dr. Football hefur mátt þola harða gagnrýni fyrir ummæli sem hann lét falla í þætti fyrir viku síðan..

Verið var að ræða um heimkomu Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur sem gekk í raðir Selfoss á dögunum. „Þetta kostaði meiri pening en ég vil meina að leikmaður í kvennabolta eigi að fá. Hún er á hærri launum en flestir leikmenn í efstu deild karla,“ sagði Mikael í þættinum.

Mikael var mættur í viðtal á FM957 í dag og ræddi málið við Ríkharð Óskar Guðnason og félaga. „Ég bjóst ekki við að einn maður myndi minnast á þetta, á miðvikudegi að þá pikkar þetta einhver upp. Fyrir mér var þetta ekki það alvarlegasta sem ég hef sagt eða gert, sumir elska að búa til að vandræði og það mun ekki breytast á Íslandi,“ sagði Mikael í þættinum.

Mikael segir að Dr. Football þátturinn sé vinsæll vegna þess að menn þori að segja hlutina. „Þess vegna er hlustað, ef það væri alltaf talað undir rós þá væri þetta ekki vinsælt. Ég las þegar leið á þetta, þetta tók ekki mikið á mig. Þetta var orðið mikið undir restina.“

Undir restina kom Eiður Smári Guðjohnsen með skrítlu um málið sem margir misskildu. „Eiður Smári kom með smá með grín, hann baðst afsökunar. Við erum félagar, þetta var dautt og hann opnaði umræðuna aftur. Þetta var nú ekki neitt svakalega alvarlegur hlutur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yngsti leikmaður sögunnar til að fá rautt spjald

Yngsti leikmaður sögunnar til að fá rautt spjald
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

HK náði stigi gegn ÍA – Grótta vann öruggan sigur

HK náði stigi gegn ÍA – Grótta vann öruggan sigur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mourinho með föst skot eftir færslu Arsenal: ,,Þetta segir meira um þá“

Mourinho með föst skot eftir færslu Arsenal: ,,Þetta segir meira um þá“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ekkert smit í ensku úrvalsdeildinni

Ekkert smit í ensku úrvalsdeildinni