fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
433Sport

Þetta hefur Gylfi gert í átta vikur í útgöngubanni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. maí 2020 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton hafa hafið æfingar á nýjan leik eftir útgöngubann í Bretlandi. Gylfi og félagar voru heima hjá sér í átta vikur.

Gylfi hefur spilað aðra stöðu en hann er vanur eftir að Carlo Ancelotti tók við Everton, hann er á miðri miðjunni í 4-4-2 leikkerfi.

,,Ég hef spilað í þessu kerfi með íslenska landsliðinu, það er öðruvísi en þetta er ekki mín náttúrulega staða,“ sagði Gylfi.

„Ég hef spilað flesta leiki og hef vanist því að spila þarna undir stjórn Ancelotti. Ég fæ ekki að fara eins mikið fram á við og áður, ég nýt þess að spila þarna.“

Engir áhorfendur verða í ensku úrvalsdeildinni þegar hún fer aftur af stað. „Það hefur gríðarleg áhrif, stuðningsmenn búa til stemmingu og koma með ástríðu. Leikmenn fá kraft frá þeim, maður hugsar auðvitað út í það hvernig það verður að fagna marki.“

Í átta vikur hefur Gylfi verið heima hjá sér og mátt fara út einu sinni á dag. „Það er ræktin og hlaup á golfvelli sem hefur verið á dagskrá minni í átta vikur. Það hefur hreinsað hugann að eyða tíma með fjölskyldunni og hugsa um aðra hluti. Við erum spenntir fyrir því að fara af stað aftur.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gamlir draugar elta Haaland – Var hluti af strákabandi sem grín er gert að

Gamlir draugar elta Haaland – Var hluti af strákabandi sem grín er gert að
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aron Einar um COVID ástandið í Katar og framtíðina: „Mér leið aldrei eins og Heimir yrði rekinn“

Aron Einar um COVID ástandið í Katar og framtíðina: „Mér leið aldrei eins og Heimir yrði rekinn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta þarf að gerast svo að Manchester United geti unnið deildina

Þetta þarf að gerast svo að Manchester United geti unnið deildina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru mennirnir tveir sem kveikt hafa í Luke Shaw

Þetta eru mennirnir tveir sem kveikt hafa í Luke Shaw
433Sport
Í gær

Þjálfari Simbabve ásakar Kamerún um nornagaldra

Þjálfari Simbabve ásakar Kamerún um nornagaldra
433Sport
Í gær

Stærstu nágrannaslagir og rígir fótboltaheimsins

Stærstu nágrannaslagir og rígir fótboltaheimsins