fbpx
Þriðjudagur 02.júní 2020
433Sport

Var drullusama og vildi bara verða moldríkur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Song skipti um vinnu árið 2012 þegar hann fór frá Arsenal og Barcelona, hann ákvað að slá til enda vildi hann verða ríkur.

Song taldi sig ekki þéna nóg hjá Arsenal til að verða ríkur. „Ég var hjá Arsenal í átta ár en þénaði bara vel í fjögur ár,“ sagði Song.

„Laun mín hækkuðu hratt, þegar ég gekk í raðir Arsenal þénaði ég 15 þúsund pund á viku. Ég var ungur og spenntur. Ég sá Thierry Henry mæta til æfinga á flottustu bílunum og ég vildi þannig bíl líka.“

„Ég náði aldrei að leggja mikið til hliðar hjá Arsenal, ég átti mest í kringum 100 þúsund pund inn á bók.“

Árið 2012 kom Barcelona til sögunnar og Song sá að hann yrði ríkur. „Ég sá upphæðina sem Barcelona bauð mér, ég hugsaði mig ekki tvisvar um. Ég vildi tryggja framtíð fjölskyldu minnar.“

„Ég hitti stjórnarmann Barcelona sem tjáði mér að ég myndi lítið spila, mér var drullusama. Ég vissi að ég yrði moldríkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Ekki nein kreppa í París

Ekki nein kreppa í París
433Sport
Í gær

Stálu úrum fyrir tugi milljóna – Tóku allt sem verðmæti var í

Stálu úrum fyrir tugi milljóna – Tóku allt sem verðmæti var í
433Sport
Fyrir 2 dögum

Agndofa eftir að hafa séð Emil skora geggjað mark með FH

Agndofa eftir að hafa séð Emil skora geggjað mark með FH
433Sport
Fyrir 2 dögum

Klopp grátbiður stuðningsmenn Liverpool að vera heima

Klopp grátbiður stuðningsmenn Liverpool að vera heima
433Sport
Fyrir 3 dögum

Guðmundur í Norrænu og tilboðunum rignir inn – Valur skoðar stöðuna

Guðmundur í Norrænu og tilboðunum rignir inn – Valur skoðar stöðuna
433Sport
Fyrir 3 dögum

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin