fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Dýrt að reka Óskar úr Kópavoginum á þessu ári

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 10:00

Óskar Hrafn. © 365 ehf / Valgarður Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson er með samning við Breiðablik til næstu fjögurra ára en fyrstu tvö árin eru óuppsegjanleg. Þannig þyrfti Breiðablik að borga Óskari laun fram í október 2021 yrði hann rekinn á þessu ári.

Mikil trú er á störfum Óskars í Kópavogi og lagði félagið mikið á sig til að fá hann til starfa frá Gróttu. Hann náði frábærum árangri á Seltjarnarnesi og var eftirsóttur biti.

„Ég er með tvö eru ár sem eru óuppsegjanleg, tvö ár svo áfram. Auðvitað held ég að vera mín hjá Breiðablik verði eins löng og ég stend mig í starfi,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.

Iðulega eru þjálfara samningar uppsegjanlegir eftir hvert tímabil en Óskar fær öryggi í starfi með þessu. Talsverð pressa er á Óskari enda var Ágúst Gylfason rekinn úr starfi eftir að hafa endað í öðru sæti tvö ár í röð.

„Það hefur enginn gefið mér neitt öryggi að ef við náum ekki árangri að þá sé ég með hreint blað í því, geti lifað án þess að standa mig,“ sagði Óskar Hrafn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gregg að gera allt rétt í Vesturbænum – Telur þetta koma í veg fyrir að liðið berjist um titilinn allt til enda

Gregg að gera allt rétt í Vesturbænum – Telur þetta koma í veg fyrir að liðið berjist um titilinn allt til enda
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hlustaðu á það sem gekk á fyrir norðan: Heimir lét Hallgrím heyra það – „Ég er ekki búinn að segja orð við þig og svo ertu rífandi kjaft“

Hlustaðu á það sem gekk á fyrir norðan: Heimir lét Hallgrím heyra það – „Ég er ekki búinn að segja orð við þig og svo ertu rífandi kjaft“
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Svona er staðan í baráttunni um auka Meistaradeildarsætið – Mjótt á munum

Svona er staðan í baráttunni um auka Meistaradeildarsætið – Mjótt á munum