fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
433Sport

Gerði Heimir Hallgrímsson stór mistök í aðdraganda HM?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. maí 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason sem hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu síðustu ár gerir upp ferill sinn í Draumaliðinu hjá Jóa Skúla.

Kári velur draumalið sitt af ferlinum en hann ræðir einnig um ferilinn í heild. Hann ræðir um Heimsmeistaramótið 2018 þar sem Ísland var með í fyrsta sinn.

Ísland fór ekki upp úr riðli sínum og Kári telur að mistök hafi verið gerð fyrir mót og í leiknum á móti Nígeríu.

„Það eru hlutir sem maður pirrar á sig taktískt, Gylfi og Aron voru tæpir. Báðir búnir að vera meiddir og ekki í sínu besta formi, við spilum með fjögurra manna miðju gegn gríðarlega líkamlega sterku liði Nígeríu, þeir voru í góði formi. Ég veit ekki hvort að það sé vanmat, eigum við að keyra yfir Nígeríu?,“ sagði Kári í samtali við Jóhann Skúla

Ísland hafði spilað með þriggja manna miðju gegn Argentínu en Emil Hallfreðsson var settur á bekkinn gegn Nígeríu, mistök að mati Kára.

„Við vorum að spila á móti alvöru íþróttamönnum, það gekk vel í fyrri hálfleik en í þeim síðari þá bara erum við sprungnir. Þetta tekur rosalega á að spila svona, alltaf á móti þremur miðjumönnum. Það opnast allt.“

Kári telur að Heimir Hallgrímsson hafi gert mistök með því að velja ekki Kolbein Sigþórsson sem hafði ekkert spilað með félagsliði. Hann hefði sjálfur valið Kolbein frekar en Albert Guðmundsson sem þá var í varaliði PSV í Hollandi.

Albert lék síðustu mínúturnar gegn Króatíu þegar Ísland féll úr leik. „Svo hefði maður viljað sjá Kolla, þó það hafi ekki verið nema síðustu fimm mínúturnar á móti Króatíu. Þú ert með Albert sem er kjúklingur og hafði aldrei spilað neitt, var í varaliði PSV á þeim tíma. Frábær fótboltamaður en var ekkert klár í þetta, fyrstu alvöru leikirnir hans eru á HM. Sama hversu góður hann á eftir að vera, þá er Kolli maðurinn í þetta. Ég hefði alltaf takið Kolla með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gaui Þórðar sótti um starf á Akranesi en fær það ekki

Gaui Þórðar sótti um starf á Akranesi en fær það ekki
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Turnarnir takast á: „Geir ætti því að vera fullkunnugt um þetta allt saman“

Turnarnir takast á: „Geir ætti því að vera fullkunnugt um þetta allt saman“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Síminn sektaður um 500 milljónir vegna enska boltans

Síminn sektaður um 500 milljónir vegna enska boltans
433Sport
Fyrir 3 dögum

Íslandsvinur grætur eftir hrottalegan atburð og óttast að faðir sinn verði myrtur

Íslandsvinur grætur eftir hrottalegan atburð og óttast að faðir sinn verði myrtur