fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
433Sport

„Þórðargleði þegar hlutirnir ganga ekki upp“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 16. maí 2020 11:00

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson markvörður íslenska landsliðsins og Vals fer yfir síðasta árið í lífi sínu í helgarblaði DV sem kom út í dag. Hann gerir upp mál sem komið hafa upp og ræðir framtíðina.

Hannes gekk í raðir Vals fyrir ári síðan. Sökum þess hversu stórt nafn Hannes er í íslenskri fótboltasögu þá var athyglin á honum, mistökin sem hann gerði urðu að stórfrétt og þegar hann átti frábæra leiki þótti það sjálfsagt í augum margra.

„Það hefur verið mjög ljúft að vera aftur á Íslandi, það var komin heimþrá í okkur. Það var tilhlökkun að spila heima, en tímabilið í fyrra var ekki auðvelt fyrir neinn á Hlíðarenda,“ sagði Hannes þegar við ræddum um heimkomuna. Það þóttu stórtíðindi þegar besti markvörður í sögu Íslands ákvað að koma heim, maðurinn sem varði vítaspyrnu frá Lionel Messi gekk í raðir Vals og væntingarnar voru miklar. Valur olli hins vegar gríðarlegum vonbrigðum síðasta sumar, en allir töldu það formsatriði að liðið yrði Íslandsmeistari.

„Það er ekkert ólíklegt að umræðan um að þetta væri formsatriði fyrir Val hafi haft áhrif á leikmenn. Það er aldrei hollt að fara inn í tímabil og halda að þú labbir yfir hlutina. Sérstaklega í þessari deild, þrátt fyrir að lið hafi kannski meira bolmagn en önnur. Það dugar ekkert, bestu liðin hérna eru svo jöfn. Þó svo að einhver sé með forskot, það kemur ekkert af sjálfu sér. Allir leikir eru erfiðir og það þarf allt að smella til að vinna þessa deild. Þú þarft augnablikið með þér og samheldni, því náði KR. Þú færð sjálfstraust og menn verða meiri vinir í kjölfarið, það er bolti sem fer að rúlla. Það virkar alveg eins í hina áttina.“

Öll spjótin stóðu á Hannesi
Sökum þess hversu stórt nafn Hannes er í íslenskri fótboltasögu þá var athyglin á honum, mistökin sem hann gerði urðu að stórfrétt og þegar hann átti frábæra leiki þótti það sjálfsagt í augum margra.

„Ég fékk mikinn hita fyrir síðasta tímabil og ég get alveg skilið það. Mér fannst frammistaðan ekki hafa verið nálægt því að vera eins léleg og talað var um, mér fannst hún fín. Ef ég hefði verið í liði á góðu skriði, þá hefðu góðu leikirnir talið og hlutirnir þróast öðruvísi. Ég var hluti af liði Vals sem var upp og niður, það kom augnablik þar sem ef ég hefði átt frábæran leik og við unnið og endað hátt, þá hefði allt orðið öðruvísi. Í staðinn þá átti ég minn versta leik, mín tvö verstu augnablik gegn ÍBV á útivelli. Bæði mörkin eru ljót og þetta er rétt fyrir landsleiki, svona augnablik verða eftirminnileg og þau setjast í minnið á mönnum.“

„Ég var ánægður með frammistöðuna að mörgu leyti, ég skil það alveg að það er sviðsljós á mér. Ég kem heim með pressu á mér og Valur átti að gera góða hluti, auðvitað er kjamsað á því. Það er þórðargleði þegar hlutirnir ganga ekki upp, þó ég sé ekki sammála sleggjudómum, en ég skil þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gaui Þórðar sótti um starf á Akranesi en fær það ekki

Gaui Þórðar sótti um starf á Akranesi en fær það ekki
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Turnarnir takast á: „Geir ætti því að vera fullkunnugt um þetta allt saman“

Turnarnir takast á: „Geir ætti því að vera fullkunnugt um þetta allt saman“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Síminn sektaður um 500 milljónir vegna enska boltans

Síminn sektaður um 500 milljónir vegna enska boltans
433Sport
Fyrir 3 dögum

Íslandsvinur grætur eftir hrottalegan atburð og óttast að faðir sinn verði myrtur

Íslandsvinur grætur eftir hrottalegan atburð og óttast að faðir sinn verði myrtur