fbpx
Laugardagur 28.nóvember 2020
433Sport

Tárin runnu niður þegar Bergsveinn tók umdeilda ákvörðun: „Leiðtogar stökkva ekki frá borði“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. maí 2020 09:40

© 365 ehf / Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli á föstudag þegar Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis lagði skóna á hilluna nokkrum vikum fyrir mót.

Bergsveinn sagði frá því að ástríða hans fyrir fótboltanum væri ekki lengur til staðar, hann vildi því hætta frekar en að vera áfram með hangandi haus. Fimm vikur eru í að Pepsi Max-deildin fari af stað og ljóst að ákvörðunin kemur sér illa fyrir uppeldisfélag hans.

„Ástríðan er farin úr fótboltanum. Áhugi minn liggur ekki þar. Áhuginn liggur á öðrum sviðum í lífinu; í því sem ég er búinn að vera að mennta mig í. Það er þjálfunarsálfræði, fyrirlestrar, námskeið og fleira. Ég finn mig miklu betur þar, ég er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður,“ sagði Bergsveinn við Stöð2 um helgina.

Bergsveinn ræddi við þjálfarateymið, leikmenn og stjórnina. Það reyndist honum erfitt. ,,Þessi þrjú samtöl eru það mest krefjandi sem ég hef gert í langan tíma, erfiðasta sem ég hef gert. Maður missti tár í öllum þessum samtölum.“

Ásmundur Arnarson þjálfari Fjölnis sagði við Stöð2 að þessi tíðindi væru högg í maga félagsins. „Þessar fregnir voru högg í magann fyrir okkur þjálfarana og við þurftum smá tíma til að vega og meta okkar viðbrögð .Á þessum tímapunkti áttu ekki von á því að þessar tilfinningar séu að blunda í fyrirliðanum þínum. Þetta er áskorun fyrir okkur og menn þurfa bara að stíga upp,“ sagði Ásmundur við Stöð2.

Talsverð umræða hefur skapast um þessa ákvörðun Bergsveins á samfélagsmiðlum má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Maradona vildi láta rista sig á hol og vera smurður

Maradona vildi láta rista sig á hol og vera smurður
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stoppar Van de Beek í stutta stund hjá Manchester United?

Stoppar Van de Beek í stutta stund hjá Manchester United?
433Sport
Í gær

Tölvukerfi Manchester United varð fyrir árás hakkara – krefjast margra milljóna punda

Tölvukerfi Manchester United varð fyrir árás hakkara – krefjast margra milljóna punda
433Sport
Í gær

Jón Þór: „Við kláruðum þennan leik frábærlega“

Jón Þór: „Við kláruðum þennan leik frábærlega“