fbpx
Mánudagur 25.maí 2020
433Sport

Segir ákvörðun Bergsveins bera vott um aumingjaskap

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. maí 2020 17:30

© 365 ehf / Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli á föstudag þegar Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis lagði skóna á hilluna nokkrum vikum fyrir mót.

Bergsveinn sagði frá því að ástríða hans fyrir fótboltanum væri ekki lengur til staðar, hann vildi því hætta frekar en að vera áfram með hangandi haus. Fimm vikur eru í að Pepsi Max-deildin fari af stað og ljóst að ákvörðunin kemur sér illa fyrir uppeldisfélag hans.

Málið var krufið í Dr. Football og Kristján Óli Sigurðsson lagði orð í belg. „Honum var ekki haggað, þessum leiðtoga sem ég verð að setja í þykkustu gæsalappir sögunnar. Leiðtogar hoppa ekki frá borði fimm mínútum fyrir Íslandsmót. Einn launahæsti leikmaður liðsins, búinn að taka laun þarna frá því í október og fram í apríl. Þetta er diss á liðsfélaga, þjálfara og félagið í heild. Ef ég væri liðsfélagi hans þá væri ég búinn að eyða honum úr símaskránni,“ sagði Kristján Óli og var ekki ánægður með ákvörðun Bergsveins.

Mikael Nikulásson, sagðist skilja ákvörðun Bergsveins. Hann hafi engan áhuga á fótbolta. „Vont fyrir liðið og þjálfarann, hann nennir þessu ekki. Ég ætla ekkert að vera eitthvað að dissa hann fyrir það. Mér finnst þetta eðlileg ákvörðun, eina sem ég set út á ef hann er búinn að taka laun frá október og fram í apríl. Þá á hann að endurgreiða þann pening, hann á ekki að fá nein laun. Hann á að endurgreiða. Ég hef haft þetta á tilfinningu eftir að hann fór að gefa eftir hjá FH, að hann hafi ekkert sérstakan áhuga á fótbolta. Hann hefur dalað mikið.“

,,Þetta er eins og önnur vinna, hann nennir þessu ekki. Þá hættir þú, þetta eru ekki leiðtogahæfileikar að labba í burtu.“

Athygli hefur vakið að Bergsveinn hætti á þessum tímapunkti. „Hann segist vera búinn að hugsa þetta lengi, hann hefði getað farið út með reisn eftir síðasta tímabil. Hann hefði líka getað farið þegar allt fór í lás í mars, þeir hefðu haft meiri tíma til að fylla skarðið,“ sagði Kristján Óli.

Bergsveinn hefur útskýrt ákvörðun sína og segir hana hafa verið afar erfiða. „Það var fyrirsögn á Vísi að hann væri leiðtogi en ekki fótboltamaður. Hann hefði getað notað það í haust ef hann hefði hætt í haust. Hann fer út fimm mínútum fyrir mót, þetta er lélegt og aumingjaskapur.“

Bergsveinn hefur mikinn áhuga á sálfræði og hefur gefð af sér gott orð sem fyrirlesari. „Ef ég væri stjórnandi í fyrirtæki sem ætti að fá peppara á starfsdag hjá mér, þetta nafn kemur upp. Bergsveinn Ólafsson, ´Já er það auminginn sem hoppaði frá borði fimm mínútum fyrir mót´. Nei takk, ég ætla að fá einhvern annan,“ sagði Kristján að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Stjarna sökuð um að taka þátt í hópnauðgun

Stjarna sökuð um að taka þátt í hópnauðgun
433Sport
Í gær

Rekja 41 dauðsfall til Liverpool leiks

Rekja 41 dauðsfall til Liverpool leiks
433Sport
Í gær

Sjáðu laglegt mark Guðlaugs í Þýskalandi í dag

Sjáðu laglegt mark Guðlaugs í Þýskalandi í dag
433Sport
Í gær

Telur að Dortmund þurfi að sækja sér aur og að Sancho verði seldur

Telur að Dortmund þurfi að sækja sér aur og að Sancho verði seldur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessir eru líklegastir til að taka við þegar kistan af gulli mætir

Þessir eru líklegastir til að taka við þegar kistan af gulli mætir
433Sport
Fyrir 2 dögum

14 leikmenn voru keyptir en fáir eru eftir

14 leikmenn voru keyptir en fáir eru eftir
433Sport
Fyrir 3 dögum

Mikael svarar fyrir sig: „Helgi Seljan ég sendi þér númerið á eftir og þú getur beðist afsökunar“

Mikael svarar fyrir sig: „Helgi Seljan ég sendi þér númerið á eftir og þú getur beðist afsökunar“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Ronaldo trúlofaður og að verða fimm barna faðir

Ronaldo trúlofaður og að verða fimm barna faðir