fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
433Sport

Tíu bestu Spánverjarnir í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

433
Laugardaginn 4. apríl 2020 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir frábærir Spánverjar sem hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var stofnuð árið 1992.

Við rákumst á skemmtilegan lista í kvöld sem hin vinsæla síða Football365 tók saman.

Þar er skoðað tíu Spánverja sem gerðu frábæra hluti á Englandi en fimm af þeim eru enn að spila þar í dag.

Hinir fimm eru annað hvort farnir annað eða hættir. Þeir Mikel Arteta og Xabi Alonso hafa lagt skóna á hilluna.

Hér má sjá listann í heild sinni.

10. Diego Costa (Chelsea)

Costa var aðeins hjá Chelsea í tvö tímabil en var duglegur að skora. Það var Antonio Conte sem vildi losa sig við Costa og var hann seldur aftur til Atletico Madrid. Ákvörðun sem margir voru óánægðir með.

9. Fernando Torres (Liverpool/Chelsea)

Torres var markavél er hann spilaði með Liverpool en hann kom til félagsins frá Atletico Madrid. Fór síðar til Chelsea þar sem honum gekk erfiðlega fyrir framan markið.

8. Santi Cazorla (Arsenal)

Cazorla var í sex ár hjá Arsenal og tókst af og til að sýna hversu góður leikmaður hann var. Því miður fyrir þennan snilling þá settu meiðsli stórt strik í reikninginn og yfirgaf hann félagið í sumar.

7. Juan Mata (Chelsea/Manchester United)

Mata stóð sig mjög vel hjá Chelsea og var tvisvar valinn leikmaður ársins hjá félaginu. Var svo nokkuð óvænt seldur til United þar sem hann hefur staðið sig með prýði.

6. Mikel Arteta (Everton/Arsenal)

Mjög vanmetinn leikmaður sem spilaði í 11 ár á Englandi. Stóð sig mjög vel í sex ár með Everton áður en hann var seldur til Arsenal árið 2011. Þar lék hann í fimm ár áður en skórnir fóru á hilluna.

5. Cesar Azpilicueta (Chelsea)

Er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Chelsea og ekki að ástæðulausu. Fjölhæfur leikmaður sem stendur alltaf fyrir sínu.

4. Cesc Fabregas (Arsenal/Chelsea)

Einn besti miðjumaður Englands er hann var fastamaður á miðju Arsenal. Var svo seldur til Barcelona áður en hann sneri aftur til London og samdi við Chelsea.

3. David de Gea (Manchester United)

Af mörgum talinn besti markvörður heims. Ennþá aðeins 27 ára gamall og á nóg eftir af ferlinum. Hefur oft reynst hetja United í mikilvægum leikjum.

2. Xabi Alonso (Liverpool)

Það var sorgardagur fyrir stuðningsmenn Liverpool þegar Alonso ákvað að taka skrefið til Spánar og semja við Real Madrid. Einn sá allra besti sem hefur spilað í efstu deild.

1. David Silva (Manchester City)

Silva er hreint út sagt magnaður leikmaður. Hefur unnið ófáa titla með Manchester City og er bara frábær atvinnumaður. Það er aldrei vesen á þessum leikmanni sem gæti verið besti leikmaður í sögu City.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Möguleiki á því að Liverpool verði meistari á heimavelli City

Möguleiki á því að Liverpool verði meistari á heimavelli City
433Sport
Í gær

Saga Hörpu sem er tvítug kallar fram tár bros og takkaskó – „Stolt af sjálfri mér“

Saga Hörpu sem er tvítug kallar fram tár bros og takkaskó – „Stolt af sjálfri mér“
433Sport
Í gær

Haaland mun fara til Englands

Haaland mun fara til Englands
433Sport
Í gær

Jón Dagur sturlaðist af reiði

Jón Dagur sturlaðist af reiði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Telja líkurnar á að Sancho komi aukist eftir að United tók lán

Telja líkurnar á að Sancho komi aukist eftir að United tók lán
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá því hvernig stjörnunar haga sér: Drekka meira en fólk heldur

Segir frá því hvernig stjörnunar haga sér: Drekka meira en fólk heldur