fbpx
Laugardagur 26.september 2020
433Sport

Utan vallar: Hefðum við betur hlustað á Lars Lagerback?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið standa íslensk íþróttafélög frammi fyrir miklum áskorunum vegna kórónuveirunnar, hún hefur haft áhrif á fjárhag félaganna, margir furða sig á hversu fljótt hún fór að hafa áhrif.

Rekstur knattspyrnudeilda byggist á því að setja upp áætlun fyrir árið, lítið má út af bregða svo félag lendi í vanskilum. Ef styrktarsamningar sem búið var að lofa skila sér ekki, verður ástandið oft erfitt.

Launakostnaður íslenskra liða hefur rokið upp síðustu ár, nánast öll félög hafa brugðist við veirunni með því að skera niður laun leikmanna. Mis mikið hefur verið skorið niður, eftir því hvernig fjárhagurinn var áður en veiran kom upp.

Talsverð pressa hefur verið sett á KSÍ að koma með fjármuni inn í rekstur félaganna en hefur launaskriðið síðustu ár verið borgað úr vösum KSÍ? Aldrei áður hefur KSÍ greitt jafn mikið af fjármunum út í félögin eins og síðustu ár.

Eftir Evrópumótið 2016 fengu félögin í landinu 453 milljónir króna, eftir HM í Rússlandi fóru 200 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ. 653 milljónir í boði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Árlega koma svo styrkir frá KSÍ og UEfA, hafa þeir verið í kringum 120 milljónir árlega síðustu ár. Félögin í landinu hafa því fengið um og yfir milljarð í greiðslur frá KSÍ og UEFA frá 2016.

Háttsettir menn innan félaga á Íslandi telja að félögin hafi farið misjafnar leiðir í að nota þessa fjármuni, sum félög hafa eyrnamerkt fjármunina í unglingastarf sitt en önnur hafi notað þessa fjármuni í meistaraflokka sína í von um betri árangur. Betri leikmenn, hærri laun og þar af leiðandi hærri kostnaður.

Talsverðar deilur voru um hvernig ætti að eyrnamerkja fjármunina sem komu eftir stórmótin hjá strákunum. Félögin mörg hver settu sig upp á móti því að settar yrðu reglur um það hvernig fjármunirnir yrðu nýttir. „Fjármunum sem nú er veitt til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna,“ sagði í bréfi KSÍ sem kom eftir EM í Frakklandi árið 2016. Það eru vissulega knattspyrnutengt verkefni að bjóða framherjanum þínum betri samning en var það rétt leið?

Lars Lagerback, þá landsliðsþjálfari Íslandi var einn af þeim sem hafði áhyggjur af því hvernig fjármunirnir yrðu nýttir. „Ég skil það vel og aðildarfélögin eiga að fá að njóta velgengninnar líka. Hvort sem það eru stóru félögin eða grasrótarstarfsemin. En ég hef líka tekið þátt í að ræða hugmyndir við þá sem starfa í fræðslumálum innan KSÍ um að nota eigi upphæðina til að þróa unga leikmenn. Mér myndi hugnast mun betur ef slík leið yrði farin til að styrkja starf félaganna,“ sagði Lagerback í ítarlegu viðtali við Vísir árið 2016.

„Núverandi ástand væri hægt að nýta fjármagn eins og þetta til að auka gæði þjálfunar fyrir þennan hóp,“ sagði Lagerback enn fremur. Fór fínt í hlutina en auðvelt er að lesa í hvað sá sænski átti við.

Fjöldi félaga hefur nýtt þessa fjármuni í að bæta starf sitt við yngri iðkendur en önnur félög hafa nýtt þessa fjármuni í meistaraflokka sína, aukinn launakostnaður sem félögin geta ekki staðið við í dag og gátu mörg hver ekki staðið við áður en veiran kom upp. Það hefði kannski verið betra að hlusta á Lars Lagerback.

Utan vallar er skoðunarpistill

Fyrri pistlar:
Utan vallar: Ekki hægt að kenna veirunni um nema brotabrot af því vandamáli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tilraun til þess að svindla eða mannleg mistök?

Tilraun til þess að svindla eða mannleg mistök?
433Sport
Í gær

Víkingar staðfesta söluna á Óttari til Ítalíu

Víkingar staðfesta söluna á Óttari til Ítalíu
433Sport
Í gær

Meðal stærstu viðurkenninga sem Íslendingur hefur fengið

Meðal stærstu viðurkenninga sem Íslendingur hefur fengið
433Sport
Í gær

Bayern München sigraði Ofurbikarinn

Bayern München sigraði Ofurbikarinn
433Sport
Í gær

Keflavík með annan fótinn í efstu deild eftir sigur á Haukum

Keflavík með annan fótinn í efstu deild eftir sigur á Haukum
433Sport
Í gær

Valsmenn settu nokkra fingur á bikarinn eftir stórsigur

Valsmenn settu nokkra fingur á bikarinn eftir stórsigur
433Sport
Í gær

Biður fyrir kórónuveirunni eftir að hún ákvað að ráðast á ljónið

Biður fyrir kórónuveirunni eftir að hún ákvað að ráðast á ljónið
433Sport
Í gær

Vill taka það fram að brjóstin redduðu henni ekki vinnunni

Vill taka það fram að brjóstin redduðu henni ekki vinnunni