fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
433Sport

Augnablikið sem aldrei gleymist: „Aldrei vekja mig af þessum geggjaða draumi“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru tæp fjögur ár liðin frá einu mesta afreki í íslenskri íþróttasögu þegar Ísland vann England í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Íslands.

Útlitið var ekki bjart fyrir íslenska liðið því Wayne Rooney kom Englendingum yfir úr vítaspyrnu eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Vítaspyrna hafði réttilega verið dæmd á Hannes Þór Halldórsson í marki íslenska liðsins eftir brot á Raheem Sterling.

Hafi einhver haldið að íslenska liðið myndi leggja árar bát skjátlaðist honum hrapallega. Það tók íslenska liðið aðeins rúma mínútu að jafna metin. Þar var á ferðinni varnarjaxlinn Ragnar Sigurðsson sem skoraði af stuttu færi eftir að Kári Árnason hafði skallað boltann til hans eftir langt innkast Arons Einars Gunnarssonar.

Íslenska liðið hélt frábærri einbeitingu áfram og á 18. mínútu komst Ísland eftir frábæra sókn og glæsilegt samspil. Íslenska liðið lék flottan einnar snertingar bolta og skoraði Kolbeinn Sigþórsson undir Joe Hart í marki enska liðsins. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Vinnusemin, dugnaðurinn og orkan í íslenska liðinu átti sér fáar, ef einhverjar, hliðstæður. Hér að neðan eru rifjuð upp nokkur eftirminnileg augnablik eftir þennan ótrúlega fótboltaleik.


Hér má sjá svipmyndir úr þessum magnaða leik:

 


Það var tilfinningaríkt augnablik þegar flautað var til leiksloka eins og sást í lýsingu Guðmundar Benediktssonar:

 

Þátttöku Íslands í mótinu lauk nokkrum dögum síðar, þann 3. júlí, í 8-liða úrslitum gegn Frakklandi. Lokatölur 5-2 en þrátt fyrir tapið bar íslenska liðið höfuðið hátt enda á sínu fyrsta stórmóti í sögunni. Mikill mannfjöldi tók á móti íslenska liðinu þegar það kom heim frá Frakklandi og að sjálfsögðu var víkingaklappið tekið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Ronaldo nálgast heimsmet Pelé

Ronaldo nálgast heimsmet Pelé
433Sport
Í gær

Rúnar segir að smitin séu að gerast í veislunum – „Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á þessu“

Rúnar segir að smitin séu að gerast í veislunum – „Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á þessu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Páll segir að staðan sé óþægileg og erfið – „Við höfum ekki fengið fullnægjandi svör“

Páll segir að staðan sé óþægileg og erfið – „Við höfum ekki fengið fullnægjandi svör“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Meistaradeildin: Bayern burstaði Chelsea – Barcelona kláraði Napoli

Meistaradeildin: Bayern burstaði Chelsea – Barcelona kláraði Napoli
433Sport
Fyrir 3 dögum

Andri Guðjohnsen fór í aðgerð – Verður líklega frá í hálft ár

Andri Guðjohnsen fór í aðgerð – Verður líklega frá í hálft ár
433Sport
Fyrir 4 dögum

Heilbrigðisráðuneytið hafnaði beiðni KSÍ – Meta hvort það sé raunhæft að halda mótinu áfram

Heilbrigðisráðuneytið hafnaði beiðni KSÍ – Meta hvort það sé raunhæft að halda mótinu áfram
433Sport
Fyrir 4 dögum

KR missir leikmann – „Það er slæmt að missa hann“

KR missir leikmann – „Það er slæmt að missa hann“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Tónlistarmaðurinn Króli skiptir um lið

Tónlistarmaðurinn Króli skiptir um lið