fbpx
Þriðjudagur 02.júní 2020
433Sport

Geir um gríðarlegan taprekstur: „Það skuldar „bara“ 15 milljónir“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. apríl 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnufélög hér á landi reyna nú að bjarga rekstri sínum með því að lækka laun leikmanna og þjálfara. Kórónuveiran hefur ýtt þessu af stað.

Félögin hafa mörg hver glímt við fjárhagsvandræði í lengri tíma. Veiran hefur svo bætt gráu ofan á svart.

Það vakti mikla athygli í upphafi árs þegar ársreikningur knattspyrnudeildar ÍA leit dagsins ljós, þar kom í ljós að deildin var rekinn með meira en 60 milljóna króna halla á síðustu leiktíð.

Geir Þorsteinsson, var ráðinn framkvæmdarstjóri ÍA á þessu ári og fær það verkefni að taka til í rekstri félagsins. Þetta mikla tap vakti gríðarlega athygli en Skagamenn gátu aðeins greitt helming launa um síðustu mánaðamót.

„Félagið er ekki mjög skuldsett. Það skuldar „bara“ 15 milljónir en mörg önnur félög eru í verri stöðu. Ég sé þessa stöðu sem tækifæri til að taka til í okkar ranni og tryggja rekstrargrundvöllinn,“ segir Geir í samtali við ÍA TV

,Fyrir mér er þetta eins og að tapa 5-0. Spurningin sem þarf að svara er hvað ætlum við að vera föst í því lengi – því að næsti leikur er framundan. Það góða og skemmtilega við fótboltann er að það byrja öll liðin á sama stað þegar mótið hefst að nýju og það er nýtt tækifæri framundan fyrir félagið,“ segir Geir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Ekki nein kreppa í París

Ekki nein kreppa í París
433Sport
Í gær

Stálu úrum fyrir tugi milljóna – Tóku allt sem verðmæti var í

Stálu úrum fyrir tugi milljóna – Tóku allt sem verðmæti var í
433Sport
Fyrir 2 dögum

Agndofa eftir að hafa séð Emil skora geggjað mark með FH

Agndofa eftir að hafa séð Emil skora geggjað mark með FH
433Sport
Fyrir 2 dögum

Klopp grátbiður stuðningsmenn Liverpool að vera heima

Klopp grátbiður stuðningsmenn Liverpool að vera heima
433Sport
Fyrir 3 dögum

Guðmundur í Norrænu og tilboðunum rignir inn – Valur skoðar stöðuna

Guðmundur í Norrænu og tilboðunum rignir inn – Valur skoðar stöðuna
433Sport
Fyrir 3 dögum

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin