fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Utan vallar: Ekki hægt að kenna veirunni um nema brotabrot af því vandamáli

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. apríl 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveiran hefur haft áhrif á alla og íþróttafélög finna fyrir henni eins og aðrir, engar æfingar hafa mátt fara fram hér á landi síðustu vikur. Þá hafa mörg knattspyrnufélög farið fram á að leikmenn lækki laun sín, sökum þess að reksturinn verði nánast ómögulegur vegna veirunnar.

Það má vel vera að reksturinn verði þungur á næstu mánuðum en að vandamálið hafi orðið svo stórt strax á fyrsta degi og veiran gerði vart við sig hér á landi, er í besta falli hlægilegt og umræðan ómarktæk.

Sem dæmi gat ÍA aðeins borgað helming launa leikmanna um síðustu mánaðamót, það hefur ekkert með veiruna að gera heldur aðeins illa rekið fyrirtæki sem var rekið með rúmlega 60 milljóna króna halla á síðasta ári.

ÍTF, sem eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum hér á landi, hafa blandað sér í umræðuna. Mörg félög hafa áhyggjur af málflutningi samtakanna á meðan skipstjórinn þar, Birgir Jóhannsson, talar þeirra máli. Birgir var framkvæmdastjóri FH þegar knattspyrnudeild félagsins varð nánast gjaldþrota á síðasta ári. Ekki beint sannfærandi málsvari fyrir félög í vanda.

Rekstur knattspyrnudeilda hefur að miklu leyti verið óábyrgur síðustu ár, ekki verður hægt að kenna veirunni um nema brotabrot af því vandamáli sem nú virðist blasa við. Veiran verður vonandi til þess að knattspyrnudeildir tryggi ábyrgari rekstur í stað þess að allt stefni í óefni við minnsta áfall.

Utan vallar er skoðunarpistill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Í gær

Hartman í Val

Hartman í Val
433Sport
Í gær

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?