fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
433Sport

Gríðarleg vonbrigði á Hlíðarenda og slíkt má ekki endurtaka sig: „Viðvörunarbjöllur byrjuðu strax að hringja“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 06:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er teiknuð upp heldur dökk mynd af síðasta tímabili hjá karlaliði í Vals, í ársreikningi félagsins sem er opinber á vef félagsins.

Talsverður hagnaður var á rekstri Vals en liðið endaði í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar, eftir að hafa unnið deildina í tvígang þar á undan.

Valur vildi ekki halda Ólafi Jóhannessyni í starfi og var Heimir Guðjónsson ráðinn til starfa í haust.

Úr ársreikingi Vals:
Þjálfarateymi meistaraflokks karla var skipað þeim Ólafi Davíð Jóhannessyni aðalþjálfara, Sigurbirni Erni Hreiðarssyni og Kristófer Sigurgeirssyni aðstoðarþjálfurum, Rajko Stanisic markmannsþjálfara, Jóhanni Emil Elíasyni styrktarþjálfara, Einari Óla Þorvarðarsyni sjúkraþjálfara, Halldóri Eyþórssyni og Fannari Gauta Dagbjartsyni liðsstjórum. Óhætt er að segja að væntingar stjórnar, stuðningsmanna og knattspyrnusamfélagsins fyrir keppnistímabilið 2019 hafi verið sanngjarnar og miklar fyrir árangri meistaraflokks karla Vals því miklu var tjaldað til í leikmannamálum, þjálfarateymi og allri umgjörð, niðurstaðan var hinsvegar gríðarleg vonbrigði sem má ekki endurtaka sig og félagið verður að draga lærdóm af.

Eftirtaldir leikmenn gengu til liðs við félagið, Emil Sigvald Lyng, Lasse Petry, Gary Martin Martin, Kaj Leo Bartalstovu, Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Hannes Halldórsson og Patrick Pedersen snéri aftur um mitt sumar, allt eru þetta frábærir knattspyrnumenn sem miklar vonir voru bundar við en meiðsli og óvæntar „óvelkomnar” uppákomur urðu þess valdandi að einhverjir af okkar leikmönnum náðu ekki að blómstra þetta sumarið og árangurinn varð eftir því.

Viðvörunarbjöllur byrjuðu strax að hringja á undirbúningstímabilinu sem varð okkur erfitt og brösótt, liðinu gekk illa en komst þó í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins sem tapaðist 5-3 á móti KR. Ekki byrjaði Lengjubikarinn vel en fyrsti leikurinn var á móti KA fyrir norðan og tapaðist 4-0. Leikurinn meistari meistaranna tapaðist í vítaspyrnukeppni á móti Stjörnunni eftir að leik lauk með markalausu jafntefli á Origo vellinu.

Fyrsti leikur á Íslandsmótsins var á heimavelli á móti Víkingum sem endaði 3-3 þar sem okkur tókst að jafna í þrígang, næsti leikur var bikarleikur á móti FH sem tapaðist 1-2 og ljóst að sumarið yrði okkur erfitt miðað við frammistöðuna úr þessum tveimur leikjum sem varð raunin og endaði liðið í 6 sæti sem var langt frá þeim væntingum sem til liðsins og þjálfara voru gerðar. Evrópuleikir þetta tímabilið ollu vonbrigðum og vorum við töluvert á eftir þeim andstæðingum sem við mættum og áttum lítin sem engin tækifæri á að komast lengra áfram í keppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? – „Úff smá klúður“

Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? – „Úff smá klúður“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þjóðin hefur talað: Þetta lið verður Íslandsmeistari

Þjóðin hefur talað: Þetta lið verður Íslandsmeistari
433Sport
Í gær

Lést 21 árs gamall – Flúði ungur að árum til Ítalíu

Lést 21 árs gamall – Flúði ungur að árum til Ítalíu
433Sport
Í gær

Klopp skoðar að selja þessa þrjá til að fjármagna kaup

Klopp skoðar að selja þessa þrjá til að fjármagna kaup
433Sport
Í gær

Guðlaugur bestur í Þýskalandi

Guðlaugur bestur í Þýskalandi
433Sport
Í gær

Allar líkur á að Ighalo hafi spilað sinn síðasta leik

Allar líkur á að Ighalo hafi spilað sinn síðasta leik
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ekki múkk um stelpurnar og Kristján er ósáttur – „Þetta er bara bullshit“

Ekki múkk um stelpurnar og Kristján er ósáttur – „Þetta er bara bullshit“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæsahúðar auglýsing með þeim bestu: Aldrei gefast upp

Gæsahúðar auglýsing með þeim bestu: Aldrei gefast upp