fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Óskar neyddi Gunnleif ekki í að stíga til hliðar: Svona þróaðist samtalið – ,,Held að Anton Ari hafi verið brjálaður“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 5. mars 2020 20:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf í dag.

Óskar fór þar yfir ýmis mál og meðal annars ákvörðun Gunnleifs Gunnleifssonar að stíga til hliðar sem aðalmarkvörður Blika.

Anton Ari Einarsson var fenginn til Blika á síðasta ári og verður markvörður númer eitt í sumar.

Það kom mörgum á óvart þegar Gunnleifur ákvað að stíga til hliðar en það var ekki ákvörðun Óskars.

,,Gulli var option. Gulli er farsælasti markvörður í íslenskri deildarkeppni síðan Guð má vita hvenær,“ sagði Óskar.

,,Það var sennilega Kristján Finnbogason sem gæti keppt við hann. Gulli var option og option lengi fram eftir vetri en svo setjast menn niður og það er ljóst að hann verður ekkert yngri og hann mat það þannig að þegar ferillinn er að fjara út, það sést í endann á honum þá þurfa menn að fara að huga að nýjum ferli.“

,,Samtalið þróaðist á þá vegu að það væri betra fyrir alla ef hann kæmi inn í þjálfarateymið og hjálpaði að styðja við Anton Ara. Anton Ari er 26 ára gamall og hann var ekki keyptur til að sitja á bekknum. Ég held að hann hafi verið brjálaður með það hjá Val.“

,,Gulli var option og þeir voru í samkeppni þar til Gulli ákveður að stíga til hliðar. Menn taka spjallið og svo finnur hann að það rétta er að styðja við bakið á Antoni og koma inn í þjálfunina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð