fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
433Sport

Rifjar upp ótrúlega sögu af Ferguson: Gómaði tvo leikmenn á djamminu og varð brjálaður

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 31. mars 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robin van Persie, fyrrum framherji Manchester United rifjar upp skemmtilega sögu af Sir Alex Ferguson í viðtali sem hann fór í á dögunum. Van Persie kom til Manchester United árið 2012 og varð enskur meistari með liðinu tæpu ári síðar.

Þetta var eini stóri titill Van Persie á Englandi en Sir Alex Ferguson keypti hann til félagsins, en hætti ári síðar.

Undir lok tímabilsins tapaði United fyrir grönnum sínum í Manchester City, forysta liðsins á toppnum varð þá tíu stig. Daginn eftir sauð svo á Ferguson. ,,Hann mætti inn í klefa með mynd af tveimur leikmönnum sem höfðu farið á næturlífið og talaði um þá sem drullusokka,“ sagði Van Persie.

Leikmennirnir tveir sem Van Persie nefnir ekki á nafn höfðu farið á næturbrölt beint eftir leik. ,,Ég veit nöfnin en get ekki sagt frá þeim, stjórinn slátraði þeim. Hann setti upp myndir af þeim frá klukkan 02:00 um nóttina og til klukkan 04:00. Hann hætti ekki, hann sagðist selja þá sem myndu láta sér detta það í hug að fá sér í glas, þangað til sigurinn væri í höfn.“

,,Hann var brjálaður, eftir þessa ræðu fór ég á tvær erfiðustu æfingarnar á lífsleiðinni. Við unnum að lokum titilinn.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Í áfalli eftir að hafa nælt sér í veiruna úti í búð

Í áfalli eftir að hafa nælt sér í veiruna úti í búð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Grínast með það að þeir ætli að ná sér í veiruna til að sleppa við fall

Grínast með það að þeir ætli að ná sér í veiruna til að sleppa við fall
433Sport
Í gær

Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? – „Úff smá klúður“

Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? – „Úff smá klúður“
433Sport
Í gær

Þjóðin hefur talað: Þetta lið verður Íslandsmeistari

Þjóðin hefur talað: Þetta lið verður Íslandsmeistari
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur bestur í Þýskalandi

Guðlaugur bestur í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allar líkur á að Ighalo hafi spilað sinn síðasta leik

Allar líkur á að Ighalo hafi spilað sinn síðasta leik