fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Hafa gríðarlegar áhyggjur af fjármálum félaganna

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. mars 2020 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur toppfótbolti, hagsmunarsamtök félaga í efstu deildum Íslands í fótbolta hefur þungar áhyggjur, af rekstri félaga. COVID-19 veiran hefur gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag.

ÍTF kallar eftir viðbrögðum. ,,Kallað verði eftir viðbrögðum frá KSÍ og lögð fram yfirlýsing ÍTF á næsta stjórnarfund KSÍ. ÍTF lýsir yfir gríðarlegum áhyggjum af fjármálum félaganna. Yfirlýsingin verður send á ÍSÍ, menntamálaráðherra og fjármálaráðherra,“ segir í fundargerð ÍTF.

Fundargerð ÍTF má sjá í heild hér að neðan.

1. Covid 19 afleiðing fyrir félögin, æfingar
a. Gert er ráð fyrir leiðbeinandi upplýsingum í fyrramálið frá Mennta- og Heilbrigðisráðuneytinu varðandi nánari útfærslu á æfingu yngri flokka.

2. Mótahald
a. Lögð var fram tillaga frá mótanefnd KSÍ og óskað eftir viðbrögðum frá stjórn ÍTF. Tillagan samþykkt að því gefnu að félögin hafi að minnsta kosti 3 vikur frá því að samkomubanni lýkur að mótahald hefjist. Verði samkomubann framlengt verður staðan endurmetin.

3. Fjármál félaga
a. Kallað verði eftir viðbrögðum frá KSÍ og lögð fram yfirlýsing ÍTF á næsta stjórnarfund KSÍ. ÍTF lýsir yfir gríðarlegum áhyggjum af fjármálum félaganna. Yfirlýsingin verður send á ÍSÍ, menntamálaráðherra og fjármálaráðherra.

4. Fyrirspurn aðildarfélags
a. Málinu vísað til stjórnar KSÍ og óskað eftir því að málið verður tekið fyrir á næsta stjórnarfundi.

5. Önnur mál
a. Leyfiskerfi KSÍ – UEFA sendi til landsins umsjónaraðila með leyfiskerfinu sem framkvæmdu úttekt á 4 félögum. Niðurstaðan var sú að þeir óska eftir breyttu vinnulagi við skil á ársreikningum félaga og mun Haukur lögfræðingu KSÍ kynna það nánar síðar.
b. Fundur félaga í ÍBR. Sigurður og Haraldur fóru yfir fund ÍBR sem haldinn var í dag vegna áhrifa samkomubannsins á æfingar yngri flokka. Meiri líkur en minnir eru að bannið verði framlengt og ljóst að félögin þurfa að fá skýrari upplýsingar frá ÍSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð