fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Veigar tjáir sig um höggið sem hann veitti Hólmari eftir að ljót orð féllu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. mars 2020 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég veit ekki hvort ég geti sagt það hérna, það var fullt af ljótum hlutum. Hann náði að komast í mína fínustu,“ sagði Veigar Páll Gunnarsson, fyrrum leikmaður Stjörnunnar þegar hann rifjaði upp atvik frá árinu 2014 á Stöð2 Sport í gær.

Veigar var mættur í þáttinn, Sportið í kvöld á Stöð2 Sport og rifjaði upp leikinn þar sem Stjarnan varð Íslandsmeistari með 2-1 sigri á FH, árið 2014. Veigar var rekinn af vell í leiknum fyrir að slá Hólmar Örn Rúnarsson, hressilega utan undir. Hann vildi ekki gefa upp hvaða ljótu orð Hólmar lét falla.

,,Ég skammast mín fyrir þetta á mínum ferli, ef FH hefði unnið þennan leik þá hefði ég pottþétt flutt aftur til Noregs,“ sagði Veigar sem bjó lengi í Noregi þar sem hann var atvinnumaður.

Hann segir að honum hafi aldrei liðið jafn illa eins og þessum tímapunkti. ,,Ég er að segja þér það, mér hefur aldrei liðið jafn illa á ævinni. Maður hugsaði til Noregs aftur.“

,,Ég vissi nákvæmlega hvað ég gerði af mér, ég vissi að ég væri að fá rautt spjald,“ sagði Veigar en Starnan kláraði leikinn og vann sigur án hans.

Sportið í kvöld er á dagskrá á Stöð2 Sport þriðjudags, miðvikudags og fimmtudagskvöld klukkan 20:00

Öll helstu atvik úr þessum sögufræga leik má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jökull fékk á baukinn í beinni fyrir tilraunir sínar í vetur – „Ekki gera það fyrir framan sjónvarpsvélar“

Jökull fékk á baukinn í beinni fyrir tilraunir sínar í vetur – „Ekki gera það fyrir framan sjónvarpsvélar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu hræðilegan dóm Jóhanns Inga í gær – „Allt í lagi að gera mistök en þú átt ekki að sjá ofsjónir.“

Sjáðu hræðilegan dóm Jóhanns Inga í gær – „Allt í lagi að gera mistök en þú átt ekki að sjá ofsjónir.“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu markið sem Albert skoraði í dag – Gjörsamlega ískaldur

Sjáðu markið sem Albert skoraði í dag – Gjörsamlega ískaldur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fögnuður Óskars í Noregi vekur mikla athygli – Af hverju var þetta lag undir?

Fögnuður Óskars í Noregi vekur mikla athygli – Af hverju var þetta lag undir?