fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Talað um stríðsástand á Akranesi: Allt fór úr böndunum – ,,Fullkomlega óásættanlegt“

433
Miðvikudaginn 18. mars 2020 20:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavél:

,,Það sauð gjörsamlega upp úr á Skaganum í gær þegar ÍA vann 2-1 sigur á Keflavík. Í stöðunni 1-0 fyrir ÍA í seinni hálfleik skoraði Bjarni Guðjónsson mjög umdeilt mark en á þeim tímapunkti hafði jöfnunarmark Keflavíkur legið í loftinu. Keflvíkingar spörkuðu knettinum útaf þegar meiddur maður lá á vellinum við óþökk þjálfara Keflavíkur sem vildi meina að um leikaraskap væri að ræða. Skagamenn tóku innkastið en þegar Keflvíkingar bjuggust við að fá boltann aftur skaut Bjarni hinsvegar af löngu færi, boltinn fór yfir Ómar Jóhannsson og í markið. Þetta gerðist á 81. mínútu leiksins. Skiljanlega urðu Keflvíkingar alveg bandbrjálaðir og mikill hiti var í mönnum á lokakafla leiksins,“ það er svona sem grein í DV frá 5 júlí árið 2007, byrjar. Þarna var rætt um eitt frægasta atvikið í sögu íslenska fótboltans, þegar Bjarni Guðjónsson skoraði umdeilt mark fyrir ÍA gegn Keflavík.

Mark Bjarna var einkar umdeilt og lætin sem fylgdu í kjölfarið vöktu mikla athygli, allir fjölmiðlar landsins fjölluðu ítarlega um málið. ,,,Þegar níu mínútur lifðu leiks skoraði Bjarni síðan markið umdeilda. Undirritaður sá ekki alveg aðdragandann að markinu en ef rétt reynist að Bjarni hafi átt að afhenda Keflavík boltann þá er hátterni hans mjög óíþróttamannslegt og honum til mikils vansa. Í kjölfarið varð allt vitlaust og leikmenn gerðu aðsúg að Bjarna. Síðustu mínútur leiksins voru æði skrautlegar. . Strax í kjölfarið fékk Einar Einarsson Keflvíkingur að fjúka sömu leið fyrir að,“ segir í Fréttablaðinu um þetta atvik.

„Bjarni kallaði á boltann í stað þess að boltanum væri kastað beint á okkar menn. Hann lítur upp, sér hvar Ómar stendur og tekur skot á markið. Þetta er Bjarna Guðjónssyni til skammar, enn eina ferðina, og Skaganum til háborinna skammar,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir leik.


Leiðindaatvik:
Eftir að Bjarni hafði skorað markið umdeilda ákvað ÍA að gefa Keflavík mark, til að kvitta út fyrir atvikið en það dugði ekki til að lægja öldurnar. ,,„Ég vissi svo sem hverju ég átti von á frá Keflvíkingum og það gekk meira og minna eftir. Fótboltalega
séð gengur margt upp sem við erum að gera, við sköpum okkur fleiri færi en þeir og færin þeirra eru ekki eftir opið spil eða opinn leik. Þau koma eftir vonarsendingar inní teig,“ sagði Guðjón Þórðarson, þá þjálfari ÍA við DV:

„Við gefum þeim markið eftir að Bjarni klúðrar boltanum og það má segja það að Bjarni hafi verið aumur á sér þessar síðustu mínútur. Honum þótti atvikið leitt en það breytir því ekki að það koma atvik í leik sem eru leið og það þýðir ekkert að væla yfir því. Þetta er leiðindaatvik og það er leiðinlegt að vinna undir þeim formerkjum en þeir eiga að hluta til sök á máli. Bjarni ætlaði aldrei að setja boltann í markið heldur fyrir aftan endamörk. En þegar Keflvíkingurinn pressar hann og fer í öxlina þá kingsar hann boltann og þetta er atvik sem enginn ásetningur var í.”

Slagsmál eftir leik
Slagsmálin eftir leik sagði Guðjón ekki vera til eftirbreytni fyrir Keflavík. „Ég sá þau ekki en það voru mjög alvarleg atvik þarna inni, við og í ganginum. Þar eru atvik sem eru ekki Keflvíkingum til sóma. Það er alveg sama hvað gerist í fótboltaleik og hversu sár þú getur verið, svona lagað er engum til framdráttar. Það er alveg klárt að við þurfum að sýna aga og þó það gangi eitthvað gegn okkur þá gefur það ekki mönnum til að tapa sér. Tæklingin þegar gæinn fer í Bjarna eftir vítið er náttúrulega tilraun til að fótbrjóta manninn. Það eitt útaf fyrir sig segir allt um þessa stöðu. Það sem á sér stað eftir leik er í raun sorglegt að menn skuli missa sig með þeim hætti. Þeir eiga að sjá sóma sinn í að biðjast afsökunar,” sagði Guðjón Þórðarson.

Í Fréttablaðinu frá þessum degi, er svona fjallað um slagsmálin. ,,Strax og leiknum lauk hljóp Bjarni ákveðnum skrefum í átt að búningsherbergjum. Guðmundur Steinarsson hljóp í humátt á eftir honum og þar á eftir fylgdu nokkrir liðsfélagar hans. Þeir vildu allir fá að ræða málin ítarlega við Bjarna. Eftir því sem sjá mátti úr blaðamannastúkunni voru hendur látnar skipta við innganginn í búningsklefana og Guð má vita hvað gekk á þar fyrir innan. Þar var allt í hers höndum og í raun stríðsástand á Akranesi.“

Gísli Gíslason, formaður ÍA á þessum tíma, sagði í viðtali við Fótbolta.net að Bjarki Freyr Guðmundsson markvörður Keflavíkur hefði lagt hendur á leikmann ÍA „Hann fór bæði mikinn og geyst, bæði eftir leikinn og þegar hann var búinn í sturtu líka. En það sem kemur til viðbótar er að börn leikmanna og eiginkonur horfa uppá svona hluti og með þeim hætti sem hann valdi sér orðin á þessum stað og það er fullkomlega óásættanlegt,“ sagði Gísli.

Gísli var svo sakaður af Kristjáni Guðmundssyni, þjálfara Keflavíkur að hafa verið undir áhrifum áfengis eftir leik.

Markið umdeilda má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru
Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vekur athygli að hann sé að æfa á æfingasvæði Liverpool þessa dagana

Vekur athygli að hann sé að æfa á æfingasvæði Liverpool þessa dagana
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Var aldrei nálægt samkomulagi við Liverpool

Var aldrei nálægt samkomulagi við Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nú ólíklegt að hann taki við Liverpool og annað enskt félag komið inn í myndina

Nú ólíklegt að hann taki við Liverpool og annað enskt félag komið inn í myndina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gummi Ben velti upp þessari spurningu eftir atburði gærkvöldsins

Gummi Ben velti upp þessari spurningu eftir atburði gærkvöldsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Keane ósammála leikmanni United – „Þetta er nánast komið á það stig að mér líki illa við þá“

Keane ósammála leikmanni United – „Þetta er nánast komið á það stig að mér líki illa við þá“