fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Bergsveinn ráðleggur fólki hvernig skal tækla kórónuveiruna: „Allt í einu bankaði hann á dyrnar og var byrjaður“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. mars 2020 17:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergsveinn Ólafsson, varnarmaður í Fjölni skrifar pistil á Vísir.is þar sem hann ræðir um kórónuveiruna og áhrif hennar. Bergsveinn hefur haslað sér völl með fyrirlestra sína þar em hann reynir að auðvelda fólki leiðina í gegnum lífið.

,,Lífið okkar allra breyttist skyndilega. Kórónavírusinn kom flatt upp á mann því maður var svo óheyrilega bjartsýnn á að hann myndi ekki hafa áhrif á Ísland. Allt í einu bankaði hann á dyrnar og var byrjaður að borða mat úr ísskápnum okkar óumbeðinn. Ætli þetta sé ekki vondi eiginleikinn við bjartsýnina. Við höldum oft að það muni aldrei koma neitt fyrir okkur sjálf en svo gerast hlutir í lífinu þegar við eigum síst von á þeim,“ skrifar Bergsveinn í pistli sem birtist á Vísir.is í dag.

Bergsveinn segir eðlilegt að fólk finni fyrir kvíða vegna veirunnar. Hann veltir því fyrir sér hvað skal gera. ,,Við sitjum því uppi með ákveðinn kvíða eins og lífið er í dag hvort sem okkur líkar betur eða verr við það. Sem leiðir að næstu spurningu sem ég hef verið að spyrja mig síðustu daga: Hvernig eigum við að tækla kvíðann? Það er flókinn vandi og engin heilög lausn í boði en ég ætla deila með ykkur mínum pælingum.“

,,Við getum stjórnað hvernig við kjósum að lifa frá degi til dags. Augnablik fyrir augnablik. Eins og Viktor Frankl kenndi okkur, það er aldrei hægt að taka frá okkur hvernig við bregðumst við aðstæðum í lífinu. Þegar við getum ekki breytt þeim erum við knúin til að breyta okkur sjálfum. Við verðum því að breyta okkar viðhorfi gagnvart Kóróna.“

Þessi orð Bergsveins eiga svo vel við. ,,Því meira stress sem þú upplifir, því veikara ónæmiskerfi og því líklegra að þú fáir Kórónavírusinn. Hreyfðu þig. Taktu göngutúr eða farðu út að skokka. Sofðu 7 tíma að lágmarki,“ skrifar Bergsveinn.

Pistil hans má lesa í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“