fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Tími Prinsins á Íslandi efni í bíómynd: Hafði það gott í góðærinu – Lygileg saga af bílamálum hans

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. mars 2020 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þetta var bara bíó, frá því að hann mætti og þangað til að hann fór,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, þegar hann ræddi um Prince Rajcomar í Draumaliðinu hjá Jóhanni Skúla í dag.

Prince Rajcomar, hollenskur framherji vakti mikla athygli á Íslandi þegar hann lék með KR og Breiðablik. Prince Linval Reuben Mathilda eins og hann heitir fullu nafni lék á Íslandi frá 2007 til 2009.

Prinsinn vakti athygli innan sem utan vallar, hann hafði gríðarlega hæfileika en virtist ekki alltaf nenna því að leggja sig fram. Hann ók um bæinn á hvítum Range Rover, hann lét breyta merkingunni á bílnum. Það stóð ekki bara Ranger Rover eins og venjulegum bílum heldur stóð Prince.

Samningurinn sem Prince fékk í Kópavoginum var í evrum og árið 2008 í bankahruninu hækkaði hann hressilega. ,,Hann mætir 2007, ég held að Breiðablik sé enn að leita að gæjanum sem skrifaði undir samninginn við hann. Þetta var alvöru góðæris samningur, ég get vottað fyrir það. Ég skrifaði undir bílalán og eitthvað fyrir hann.“

Prince var mikill vinur Kristjáns og Egils Einarssonar, Gillz. Einkaþjálfarinn var ekki alltaf sáttur með mataræðið hjá Prince. ,,Við vorum mjög nánir, það var verið að flakka með íbúðir hjá honum. Hann bjó oft niðri í bæ, hann svaf oft á sófanum hjá mér því hann nennti ekki þangað. Ég veit ekki hversu oft hann bað mig að hringja í Dominos Pizza, hann var að panta sér kjúklinganagga og kartöflubáta og 2 lítra Sprite með. Þetta var ótrúlegt.“

Elskaði góða bíla

Prince ók um götur Reykjavikur á hvítum Range Rover og vakti gríðarlega athygli. ,,Hann fékk þvílíka athygli, hann var kominn á þennan Range Rover sem hann keypti af Gyllfa á Bílaútsölunni. Hann náði að selja Prince þann bíl, þetta var lygilegt,“ sagði Kristján.

Skömmu áður hafði Prince verið á Renault og þegar hann var að fara í frí heim til Hollands, þá ákvað hann að fljúga þeim bíl út með.

,,Hann fer út eftir tímabilið 2007 og ætlar að taka bílinn með sér, hringir í mig og segir að ég verði að sækja sig í Keflavík. Þá ætlaði hann að fljúga bílnum út, ég lét hann vita að það væri hægt að senda hann með skipi,“ sagði Kristján og hélt áfram.

,,Hann ætlaði að senda hann með cargo til Þýskalands, hann er latari en allt. Hann er að spara sér tíma, ég bíð eftir honum þar sem hann átti að losa bílinn. Þá var hann alveg að koma, hann ákvað að taka bensín á bílinn áður en hann færi í flugið til að þurfa ekki að byrja á þvi í Þýskalandi.“

,,Þeir spyrja hvort það sé ekki lítið bensín, hann segir að hann sé fullur. Þeir segja honum að gleyma þeirri hugmynd, bíllinn fari ekki fullur af bensíni í flugvél. Þá var bara eitt ráð í stöðunni, við keyrðum Sandgerðisveginn á alltof miklum hraða til að tæma tankinn sem fyrst. Bíllinn fór með vélinni út, kostaði hann 400 þúsund. Hann eyddi vel þessi bíll, það hefði enginn annar keypt þennan bíl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar