fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

KSÍ svarar fréttafluttningi um launamum: Kostnaðurinn um 200 milljónir á ári

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. febrúar 2020 23:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,Greiðsla fyrir dómgæslu í leikjum efstu deildar karla í fótbolta er 135 prósentum hærri en fyrir leiki í efstu deild kvenna. Sömu greiðslur eru fyrir dómgæslu hjá báðum kynjum í körfubolta og handbolta,“ skrifar Kristjana Arnarsdóttir, fréttakona á RÚV á vef ríkisfjölmiðilsins.

Morgunblaðið fjallaði um laun dómara á Íslandi í gær, fyrir leik í efstu deild karla í knattspyrnu fær dómari leiksins 37.600 krón­ur. Fyrir leik í Pepsi Max-deild kvenna er greiðslan, 16.000 krónur.

KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins:

Af gefnu tilefni, vegna umfjöllunar um launagreiðslur til dómara, vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri.

Þegar kemur að niðurröðun dómara á leiki í mótum á vegum KSÍ er horft til erfiðleikagráðu viðkomandi leiks eða móts. Öll mót þar sem KSÍ útvegar dómara eru þannig flokkuð í 1, 2, 3, o.s.frv. eftir erfiðleikagráðu. Í flokki 1 eru þeir leikir og þau mót þar sem verkefnið er metið mest krefjandi, eða erfiðast, næstu erfiðustu verkefnin í flokki 2 og svo koll af kolli. Þessi flokkun er vel ígrunduð og unnin í samstarfi fagfólks með mikla þekkingu á viðfangsefninu, dómurum, eftirlitsmönnum og fleirum. Sams konar fyrirkomulag er við lýði á Norðurlöndunum og víðast hvar í Evrópu, sem og hjá UEFA og FIFA.

Horft er til margra þátta þegar mat er lagt á erfiðleikastig tiltekins móts – bæði líkamlegra og andlegra þátta. Varðandi líkamlega þáttinn, þá undirgangast dómarar ströng og krefjandi próf til að ganga úr skugga um að þeir uppfylli skilyrði fyrir því að geta starfað við leiki af tiltekinni erfiðleikagráðu. Dómarar eru jú íþróttamenn, þegar allt kemur til alls, og íþróttamenn í fremstu röð vilja vera þátttakendur í kappleikjum sem eru í samræmi við þeirra getu.

Það gefur augaleið að leikir í móti sem metið er erfiðleikaflokki 1 eru meira krefjandi en leikir í flokkum 2 eða 3. Þess vegna eru gerðar ríkari líkamlegar kröfur til dómara sem starfa á leikjum í flokki 1 en öðrum flokkum. Standist dómarinn kröfurnar þá kemur hann til greina sem valkostur á leiki í flokki 1, þar sem hraði leiksins og yfirferð er meiri en í öðrum flokkum. Andlegi þátturinn telur einnig þegar litið er til erfiðleikastigs. Á leikjum í flokki 1 er meiri ákefð og meiri grimmd, meiri harka og meira andlegt álag vegna áreitis frá leikmönnum, þjálfurum og öðrum aðstandendum liðanna, svo ekki sé minnst á þátt áhorfenda og þeirrar rýni á störf dómara sem fram fer í fjölmiðlum. Allt er þetta eðlilegur og sjálfsagður hluti af leiknum og því er einnig eðlilegt og sjálfsagt að tekið sé tillit til allra þessara þátta við mat á erfiðleikastigi leiksins.

Greiðslur til dómara í leikjum í þessum mótum taka þannig mið af erfiðleikastigi verkefnisins – því erfiðara eða meira krefjandi sem verkefnið er metið, því hærri er greiðslan. Ekki skiptir máli hvort viðkomandi dómari sé karlkyns eða kvenkyns eða hvort um sé að ræða mót í kvennaflokki eða karlaflokki, það er einfaldlega greitt eftir flokkun leikja í erfiðleikastig. Kona og karl sem dæma í móti af sömu erfiðleikagráðu fá þannig sömu laun fyrir verkefnið.

KSÍ stendur straum af kostnaði við dómgæslu í mótum meistaraflokka og 2. aldursflokks. Kostnaður KSÍ á ári hverju vegna dómgæslu fer nærri tvö hundruð milljónum króna. Félögin þurfa þannig ekki að kosta til vegna dómgæslu í þessum mótum. Samningur milli dómara og KSÍ um kaup, kjör og flokkun verkefna, er að sjálfsögðu gerður í fullu samráði við dómarana sjálfa. Niðurröðun dómara á leiki er síðan alfarið í höndum dómaranefndar KSÍ. Dómararnir ráða því ekki undir neinum kringumstæðum sjálfir hvaða leiki þeir dæma, þ.e. dómarar velja sér ekki leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði