fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
433Sport

Aron Einar vill halda Hamren í starfi sama hvernig fer: „Stjórn KSÍ og aðrir taka þá ákvörðun“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands vill halda Erik Hamren í starfi þjálfara. Sama hvort Ísland komist inn á EM eða ekki.

Eftir mánuð fer Ísland í umspil um laust sæti á EM í sumar, fyrst er leikur við Rúmeníu í undanúrslitum. Vinnist sigur þar fer liðið í hreinan úrslitaleik við Ungverjaland eða Búlgaríu.

,,Hamren er staðráðinn í að gera vel, hann er jafn hungraður og við að komast á EM,“ sagði Aron Einar við Ríkharð Óskar Guðnason í Brennslunni í morgun.

Ríkharð spurði Aron að því hvort hann myndi vilja hafa Hamren áfram í starfi, sama hvort Íslandi fari á EM eða ekki.

,,Já, já. Það er ekki undir mér komið, við eigum gott samband. Hann og leikmennirnir eiga gott samband, ekkert vandamál þar,“ sagði Aron en Hamren er að nálgast tvö ár í starfi.

,,Það er ekki undir mér komið, stjórn KSÍ og aðrir taka þá ákvörðun. Það er undir Hamren komið líka, við ætlum á EM. Við ætlum ekki að hugsa um hvort þjálfarinn verði áfram, við ætlum okkur á EM.“

Landsliðið á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir frá einkennum COVID-19 eftir að eiginmaðurinn var í lífshættu: „Húðin hans varð öll grá“

Segir frá einkennum COVID-19 eftir að eiginmaðurinn var í lífshættu: „Húðin hans varð öll grá“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

50 leikmenn sem Manchester United hefur misst af

50 leikmenn sem Manchester United hefur misst af
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tottenham skellir verðmiða á Kane sem enginn mun hoppa á

Tottenham skellir verðmiða á Kane sem enginn mun hoppa á
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vonast til þess að kærusturnar geti hjálpað til á meðan útgöngubannið er í gangi

Vonast til þess að kærusturnar geti hjálpað til á meðan útgöngubannið er í gangi
433Sport
Í gær

Geir byrjar á blóðugum niðurskurði á Akranesi: „Ástandið á nokkrum vikum orðið kolsvart“

Geir byrjar á blóðugum niðurskurði á Akranesi: „Ástandið á nokkrum vikum orðið kolsvart“
433Sport
Í gær

Láglaunafólkið lækkað í launum á meðan þeir ríku halda öllu sínu

Láglaunafólkið lækkað í launum á meðan þeir ríku halda öllu sínu