fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Ársþing KSÍ: Völsungur og FH fengu viðurkenningu

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. febrúar 2020 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Völsungur hlýtur Jafnréttisverðlaun KSÍ:

Íþróttafélagið Völsungur hefur mörg undanfarin ár unnið framúrskarandi uppeldisstarf í yngri flokkum félagsins, bæði hjá stúlkum og drengjum, svo eftir er tekið. Sérstaklega hefur mikil aukning iðkenda verið hlutfallslega hjá stúlkum.

Tæplega 200 iðkendur eru hjá yngri flokkum Völsungs og er kynjahlutfallið nánast jafnt og sendir félagið lið til keppni í Íslandsmóti hjá báðum kynjum í öllum yngri flokkum, frá 3. flokki niður í 8. flokk. Á grunni þessa öfluga yngri flokka starfs eru meistaraflokkar Völsungs að langmestu leiti byggðir upp á heimaleikmönnum. Kvennaliðið vann 2. deildina síðasta sumar og karlaliðið er öflugt 2. deildarlið.

Völsungur er gott dæmi um félag þar sem áhersla á öflugt yngri flokka starf, jafnrétti og sjálfbærni í starfseminni er grunnurinn að innviðauppbyggingu til framtíðar og er fyrirmynd fyrir aðra.

FH hlýtur Dómaraverðlaun KSÍ

Dómaraverðlaun KSÍ hlýtur FH. Það þarf ekki að tíunda mikilvægi þess að hjá hverju félagi sé dómarastjóri sem sem er ábyrgur fyrir hinum mikilvæga þætti sem dómaramálin eru og þeim sinni einstaklingur sem sé ekki að drukkna í öðrum verkefnum.

Lykillinn að góðu starfi þegar kemur að dómaramálum hjá FH er dugnaður og eljusemi dómarastjóra félagsins Steinars Stephensen sem brennur fyrir málaflokkinn.

Stjórn FH hefur stutt vel við bakið á Steinari en skilningur stjórnar félaganna á mikilvægi málflokksins verður að vera til staðar ef árangur á að nást í dómaramálum.

Ungmennafélag Langnesinga hlýtur Grasrótarverðlaun KSÍ

Í grasrótarheimsóknum KSÍ síðasta sumar til 33 staða á landsbyggðinni sem Siguróli Kristjánsson sá um, vakti sérstaka athygli krafturinn og knattspyrnuáhuginn á Þórshöfn hjá Ungmennafélagi Langnesinga.

Þrátt fyrir fámennið, þar sem um 70 börn eru á grunnskólaaldri, er haldið úti knattspyrnuæfingum allt árið fyrir börnin þar sem þátttaka er góð.

Ungmennafélag Langnesinga, sem er aðildarfélag innan KSÍ, sendir lið til þátttöku á opnum mótum undir eigin nafni, eða í samstarfi við Einherja, víða um land þar sem öflugt foreldra- og sjálfboðaliðastarf er lykillinn að öflugu knattspyrnu- og forvarnarstarfi.

Ungmennafélag Langnesinga er dæmi um lítið félag þar sem áhugasamir og öflugir foreldrar eru drifkrafturinn í starfinu og hvatning fyrir aðra í sambærilegum sveitarfélögum. Knattspyrnan þarf á sjálfboðaliðum að halda í öllum byggðum landsins til þess að byggja upp öflugt knattspyrnustarf til lengri tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá