fbpx
Þriðjudagur 07.apríl 2020
433Sport

Ragnari drullusama um falsfréttir í Rússlandi: „Þeir ættu að halda kjafti“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. febrúar 2020 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli í upphafi árs þegar Rostov, þá félag Ragnars Sigurðssonar sendi frá sér yfirlýsingu. Ástæða var fréttaflutningur í Rússlandi um mál Ragnars, sagt var að hann væri að glíma við áfengisvandamál.

Rostov steig hratt inn og sagði málið tóma þvælu, Ragnar sagði ekkert en hann gekk í raðir FCK á dögunum frá Rostov í Rússlandi.

Ragnar ræddi svo málið við danska fjölmiðla um helgina en Íslendingavaktin sagði fyrst frá. ,,Eins og þú hefur séð, þá steig Rostov fram með yfirlýsingu. Fjölmiðlar vissu ekkert hvað þeir voru að tala um, þeir ættu að halda kjafti. Þeir eiga ekki að skrifa bara eitthvað, þessu máli er lokið. Rostov drap söguna strax, ég þurfti ekkert að gera,“ sagði Ragnar við BT í Danmörku.

Meira:
Yfirlýsing: „Það eru lygar að halda því fram að Ragnar glími við áfengisvandamál“

Ragnar segir mikið um slúður í Rússlandi, hann gæti ekki hafa spilað svona lengi á meðal þeirra bestu ef hann væri alkhólisti. ,,Það er mikið slúðrað í Rússlandi eins og öðrum löndum, ég veit ekki hvað gekk á. Ég hugsa ekki mikið um þetta, það var meira vinir og fjölskylda sem létu þetta pirra sig.“

,,Ef ég léti þetta hafa áhrif á mig, yrði það bara verra. Ég hefði ekki spilað á þessu getustigi svona lengi, og staðið mig vel bæði með landsliði og félagsliði ef ég væri alkóhólisti. Þetta er tóm steypa.“

,,Ég veit ekki hvort þetta sé það versta sem ég hef upplifað frá fjölmiðlum, því mér er drullusama. Ég held mínu lífi áfram.“

Landsliðið á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Goðsögn féll frá
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Goðsögn féll frá
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool hættir við eftir að hafa fengið rækilega á baukinn

Liverpool hættir við eftir að hafa fengið rækilega á baukinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta að stjarna liðsins hafi farið heim í herskyldu

Staðfesta að stjarna liðsins hafi farið heim í herskyldu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Shaw leggur fram tillögu sem fáum hugnast

Shaw leggur fram tillögu sem fáum hugnast
433Sport
Í gær

Íhaldssemi á heimsmælikvarða í Garðabæ og á Hlíðarenda

Íhaldssemi á heimsmælikvarða í Garðabæ og á Hlíðarenda
433Sport
Í gær

Lögreglan hafði afskipti af Rooney sem var á spjalli við vændiskaupandann

Lögreglan hafði afskipti af Rooney sem var á spjalli við vændiskaupandann
433Sport
Í gær

Lögreglan hafði afskipti af Birki Bjarnasyni

Lögreglan hafði afskipti af Birki Bjarnasyni
433Sport
Í gær

Aðeins þrír máttu tala: Mikil óvissa um hvort leikmenn taki launalækkun

Aðeins þrír máttu tala: Mikil óvissa um hvort leikmenn taki launalækkun
433Sport
Í gær

Manchester City ætlar ekki á ríkisspenann líkt og Liverpool

Manchester City ætlar ekki á ríkisspenann líkt og Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stórstjarna braut reglur um útgöngubann með því að fá tvær vændiskonur heim til sín

Stórstjarna braut reglur um útgöngubann með því að fá tvær vændiskonur heim til sín