Sunnudagur 16.febrúar 2020
433Sport

Zlatan og Ronaldo áttust við – Vítaspyrna tryggði jafntefli

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 21:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AC Milan 1-1 Juventus
1-0 Ante Rebic
1-1 Cristiano Ronaldo(víti)

Það fór fram hörkuleikur á Ítalíu í kvöld er AC Milan fékk Juventus í heimsókn á San Siro.

Um var að ræða fyrri leik liðanna í undanúrslitum bikarsins og lauk honum með jafntefli.

Ante Rebic skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Milan en hann afgreiddi fyrirgjöf á 61. mínútu seinni hálfleiks.

Staðan var 1-0 þar til á 90. mínútu er Juventus fékk vítaspyrnu og steig Cristiano Ronaldo á punktinn.

Ronaldo skoraði framhjá Gianluigi Donnarumma í marki Milan og tryggði Juventus jafntefli sem gæti skipt miklu að lokum.

Þess má geta að Zlatan Ibrahimovic byrjaði hjá Milan og spilaði allan leikinn í fremstu víglínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Systir hans vildi sjá hann spila með liðinu: Nafnið hennar á skónum – ,,Það sorglega er að hún er ekki hér til að sjá það“

Systir hans vildi sjá hann spila með liðinu: Nafnið hennar á skónum – ,,Það sorglega er að hún er ekki hér til að sjá það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool þarf sex leiki til að jafna ótrúlegt met Arsenal

Liverpool þarf sex leiki til að jafna ótrúlegt met Arsenal