fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

„Á meðan hann er eins og vélmenni, þá má hann kíkja út á lífið“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Maddison, leikmaður Leicester og enska landsliðsins naut þess að fá frí frá æfingum og skellti sér til Dubai. Leikmenn Leicester fengu sjö daga frí. Maddison er orðaður við Manchester United en hann er þó að ræða nýjan samning við Leicester. Maddison er mættur ti æfinga en liðið leikur gegn Wolves á morgun.

Maddison gerði vel við sig á næturlífinu eitt kvöldið, þar var hann mættur með fyrirsætunni Sophie Kenyon, sem er 21 árs gömul. Ensk blöð birta myndir af Maddison á næturlífinu í Dubai en þar kemur fram að hann hafi eytt 4,8 milljónum í áfengi þetta kvöldið.

Hann bauð gestum og gangandi í glas og dansaði við Sophie en þau fóru saman heim þegar klukkan var að ganga 06:00.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester var spurður út í næturbrölt Maddison. ,,Á meðan hann er eins og vélmenni á æfingum, þá má hann kíkja út á lífið. Fólk er að reyna að teikna hann upp sem einhvern mann, sem hann er ekki,“ sagði Rodgers.

,,Ég veit sannleikann, hann er svakalegur atvinnumaður sem einbeitir sér að leiknum. Hann vill verða betri í dag en í gær, það sést á leikjum hans og tölum.“

,,Hann hefur verið frábær þetta ár sem ég hef verið hérna, utan vallar er hann öðlingur. Ungur drengur sem heillar fólk. Hann ber virðingu fyrir Leicester, það er frábært að vinna með honum.“

,,Við eigum að vera í heimi þar sem allir hugsa um náungann en raunveruleikinn er sá að fólk reynir að niðurlægja þig við fyrsta tækifæri, það er sannelikurinn.“

,,Þetta er 23 ára einhleypur strákur, hann fékk viku frí. Strákar fara og njóta sín, við hjálpum þeim í gegnum lífið en svona pirrar mig ekki neitt.“

Myndir af Maddison og Sophie eru hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð