fbpx
Mánudagur 28.september 2020
433Sport

„Á meðan hann er eins og vélmenni, þá má hann kíkja út á lífið“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Maddison, leikmaður Leicester og enska landsliðsins naut þess að fá frí frá æfingum og skellti sér til Dubai. Leikmenn Leicester fengu sjö daga frí. Maddison er orðaður við Manchester United en hann er þó að ræða nýjan samning við Leicester. Maddison er mættur ti æfinga en liðið leikur gegn Wolves á morgun.

Maddison gerði vel við sig á næturlífinu eitt kvöldið, þar var hann mættur með fyrirsætunni Sophie Kenyon, sem er 21 árs gömul. Ensk blöð birta myndir af Maddison á næturlífinu í Dubai en þar kemur fram að hann hafi eytt 4,8 milljónum í áfengi þetta kvöldið.

Hann bauð gestum og gangandi í glas og dansaði við Sophie en þau fóru saman heim þegar klukkan var að ganga 06:00.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester var spurður út í næturbrölt Maddison. ,,Á meðan hann er eins og vélmenni á æfingum, þá má hann kíkja út á lífið. Fólk er að reyna að teikna hann upp sem einhvern mann, sem hann er ekki,“ sagði Rodgers.

,,Ég veit sannleikann, hann er svakalegur atvinnumaður sem einbeitir sér að leiknum. Hann vill verða betri í dag en í gær, það sést á leikjum hans og tölum.“

,,Hann hefur verið frábær þetta ár sem ég hef verið hérna, utan vallar er hann öðlingur. Ungur drengur sem heillar fólk. Hann ber virðingu fyrir Leicester, það er frábært að vinna með honum.“

,,Við eigum að vera í heimi þar sem allir hugsa um náungann en raunveruleikinn er sá að fólk reynir að niðurlægja þig við fyrsta tækifæri, það er sannelikurinn.“

,,Þetta er 23 ára einhleypur strákur, hann fékk viku frí. Strákar fara og njóta sín, við hjálpum þeim í gegnum lífið en svona pirrar mig ekki neitt.“

Myndir af Maddison og Sophie eru hér að neðan.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lærisveinar Hemma Hreiðars sigruðu toppliðið – Æsispennandi toppbarátta

Lærisveinar Hemma Hreiðars sigruðu toppliðið – Æsispennandi toppbarátta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jamie Vardy með þrennu í sigri á Manchester City

Jamie Vardy með þrennu í sigri á Manchester City
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Danskur viðskiptamaður kaupir knattspyrnulið í þriðju deildinni

Danskur viðskiptamaður kaupir knattspyrnulið í þriðju deildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breiðablik vann stórsigur á ÍBV

Breiðablik vann stórsigur á ÍBV
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrsta tap Bayern Munchen árið 2020

Fyrsta tap Bayern Munchen árið 2020
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Kynþokkafyllsta íþróttakona heims“ þjálfar knattspyrnuliðið – „Ég vanmat þetta stórlega“

„Kynþokkafyllsta íþróttakona heims“ þjálfar knattspyrnuliðið – „Ég vanmat þetta stórlega“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Patrik Gunnarsson hélt hreinu í sínum fyrsta leik í byrjunarliði

Patrik Gunnarsson hélt hreinu í sínum fyrsta leik í byrjunarliði
433Sport
Í gær

Valur valtaði yfir Fylki – Stórleikur í næstu umferð

Valur valtaði yfir Fylki – Stórleikur í næstu umferð
433Sport
Í gær

Albert með stoðsendingu í jafntefli – Íslendingar að spila víðsvegar í Evrópu

Albert með stoðsendingu í jafntefli – Íslendingar að spila víðsvegar í Evrópu