fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
433Sport

Víðir leggur til að Lars Lagerback taki við karla og kvennalandsliði Íslands

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. desember 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands þarf nú að fara að vinna landsliðsþjálfara karla og kvenna á næstu dögum. Óvíst er hvað tekur við en Jóni Þóri Haukssyni verður vikið úr starfi í dag eftir uppákomuna í síðustu viku.

Erik Hamren lét af störfum eftir að hafa mistekist að koma íslenska landsliðinu á Evrópumótið næsta sumar. Víðir Sigurðsson einn reyndasti fréttamaður landsins virðist hafa fundið lausn á málum.

Lars Lagerback er sterklega orðaður við karlaliðið eftir að hafa verið rekinn frá Noregi, Lars lét af störfum eftir fyrsta stórmót Íslands árið 2016. „Þegar mál­in voru rædd við eld­hús­borðið heima lagði betri helm­ing­ur­inn til að Lars yrði ráðinn aft­ur til KSÍ en núna sem þjálf­ari kvenna­landsliðsins,“ skrifar Víðir í Morgunblaðið í dag.

„Ég fór með kvenna­landsliðinu á EM 2013 í Svíþjóð þar sem Lars mætti óvænt á svæðið og fór að bera tösk­ur, stilla upp keil­um og aðstoða Sigga Ragga, þáver­andi þjálf­ara, á æf­ing­um.“

Víðir segir að í karlalandsliðinu vilji menn fá Lagerback aftur „heim“. „Reynsla og skipu­lag Sví­ans myndi svo sann­ar­lega koma að not­um á ný og heyrst hef­ur að „gamla gengið“ í karlaliðinu hafi þegar kallað eft­ir því að fá Lars aft­ur til Íslands.

Víðir leggur svo til að Lagerback taki við karla og kvennalandsliðinu með framtíðar landsliðsþjálfara með sér. „Því ekki að freista þess að ráða hann aft­ur til tveggja ára, nú sem yfirþjálf­ara beggja landsliðanna? Með framtíðarþjálf­ara beggja liða sér við hlið í tvö ár? Við höf­um ágæt­is­reynslu af slíku fyr­ir­komu­lagi,“ skrifar Víðir í Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Má ekki eiga eiginkonu – Bróðir hans pakkaði honum saman

Má ekki eiga eiginkonu – Bróðir hans pakkaði honum saman
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kun Aguero með COVID-19

Kun Aguero með COVID-19
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rúrik brást ekki vel við þegar hann fékk tilboðið – „Ég segi bara eins og keppandi í ungfrú Ísland“

Rúrik brást ekki vel við þegar hann fékk tilboðið – „Ég segi bara eins og keppandi í ungfrú Ísland“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Pogba skorar bara mörk í heimsklassa á þessu tímabili

Sjáðu myndbandið – Pogba skorar bara mörk í heimsklassa á þessu tímabili
433Sport
Í gær

Knattspyrnustjóri Aston Villa sýndi lipra takta í fyrri hálfleik – Fékk rautt í seinni hálfleik

Knattspyrnustjóri Aston Villa sýndi lipra takta í fyrri hálfleik – Fékk rautt í seinni hálfleik
433Sport
Í gær

Manchester City tyllti sér á toppinn með sigri á Aston Villa – Nær Manchester United að svara í kvöld

Manchester City tyllti sér á toppinn með sigri á Aston Villa – Nær Manchester United að svara í kvöld