fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
433Sport

Regluverk Svandísar vekur athygli – Tvö lið á Akureyri en annað þeirra má ekki æfa

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. desember 2020 13:00

mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið í efstu deildum í íþróttum geta hafið æfingar á fimmtudag þegar nýtt regluverk um takmarkanir vegna COVID-19 taka gildi.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýjar aðgerðir í dag og þar með geta lið í efstu deildum hafið æfingar en keppni er áfram bönnuð. „Jæja, Ef þeir ætla ekki að leyfa okkur að æfa í Smára, þá finn ég mér bara lið í Pepsi,“ skrifar Hrafnkell Freyr Ágústsson sem leikur í neðri deildum.

Þannig getur KA sem leikur í efstu deild karla í knattspyrnu hafið æfingar á Akureyri á fimmtudag en Þór sem er í sama bæ getur það ekki, þar sem liðið leikur í næst efstu deild karla í knattspyrnu.

Í Breiðholti getur Leiknir sem komst upp í efstu deild hafið æfingar en ÍR sem leikur í þriðju efstu deild þarf að sitja heima til 12 janúar. Í Hafnarfirði getur karlalið FH hafið æfingar enda í efstu deild en kvennaliðið sem féll í ár þarf að sitja heima til 12 janúar, sem dæmi.

Sama gildir um handbolta og körfubolta og hafi það vakið reiði hjá sumum en gleði hjá þeim sem geta nú loks hafið æfingar.

Reglugerðin:
Íþróttaæfingar fullorðinna fæddir 2004 og fyrr með eða án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ verði heimilar í efstu deild. Hámarksfjöldi í hverju hólfi verði 25 manns. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum verði heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta verði ekki heimilar. Sameiginleg áhöld verði sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag og þess gætt að loftræsting sé í lagi og loftað vel út nokkrum sinnum yfir daginn. Íþróttakeppni verði óheimil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pogba hatar að vera á bekknum hjá United – „Ég er sigurvegari“

Pogba hatar að vera á bekknum hjá United – „Ég er sigurvegari“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Úr fangelsi í tónlistina – Ronaldinho í faðmi léttklæddra kvenna vekur athygli

Úr fangelsi í tónlistina – Ronaldinho í faðmi léttklæddra kvenna vekur athygli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tekjurnar miklu minni vegna veirunnar – Þessi félög töpuðu mest

Tekjurnar miklu minni vegna veirunnar – Þessi félög töpuðu mest
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir skilnað – Myndband af honum nöktum með ungri konu í umferð

Staðfestir skilnað – Myndband af honum nöktum með ungri konu í umferð
433Sport
Í gær

Stjórnmálamaður hjólar í heilalausa knattspyrnumenn – „Þetta er mjög slæmt“

Stjórnmálamaður hjólar í heilalausa knattspyrnumenn – „Þetta er mjög slæmt“
433Sport
Í gær

Jón Guðni Fjóluson hefur náð samkomulagi við Hammarby

Jón Guðni Fjóluson hefur náð samkomulagi við Hammarby