fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Guðni segir mál Jóns Þórs hafa tekið á – „Ekki sannar og réttar fréttir um brottrekstur“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. desember 2020 20:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson hefur lokið starfi sínu sem þjálfari kvennalandsliðs Íslands, þetta tilkynnti Knattspyrnusambandið í dag. Í tilkynningu KSÍ kemur fram að Jón Þór hafi sjálfur óskað eftir starfslokum en í gær hafði RÚV og Fótbolt.net sagt frá því að KSÍ hefði tekið ákvörðun um að reka Jón Þór úr starfi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ segir þær fréttar rangar.

Þessi niðurstaða kemur í málið eftir atvik sem kom upp í Ungverjalandi í síðustu viku. Atvik kom upp í fögnuði liðsins í Ungverjalandi í síðustu viku. Þjálfarinn, starfsfólk KSÍ og leikmenn voru þá að sletta úr klaufunum eftir að stelpurnar höfðu tryggt sig inn á Evrópumótið í Englandi.

Jón Þór fór á fund með KSÍ í dag. Guðni Bergsson formaður KSÍ svaraði spurningum um málið þegar við heyrðum í honum í kvöld og svör hans eru hér að neðan.

Hvernig komust þið að þessari niðurstöðu?
Þetta kom í kjölfarið að ósk Jóns Þórs um að segja upp sínu starfi, við náðum samkomulagi um það. Það var niðurstaðan og lendingin.

Fréttirnar sem RÚV og Fótbolti.net birta um að þið (KSÍ) hafið verið búin að taka ákvörðun um að reka hann áður en þið hittust eru úr lausu lofti gripnar?
Já, já. Það var verið að vísa í stjórn sem hafði ekki komið saman, það voru ekki sannar og réttar fréttir

Eftir á það sem undan er gengið var þetta óumflýjanleg niðurstaða?
Ég veit ekki hvað skal segja um það, þetta var niðurstaðan. Auðvitað tók þetta mál á fyrir okkur öll, þetta var eitthvað sem að enginn óskaði sér. Þetta var niðurstaðan á endanum og við unnum þetta og kláruðum í dag að ósk þjálfarans, núna er það fyrir okkur að horfa fram á veginn. Horfa í leiðinni til þess og það má ekki gleymast að við tryggðum okkur inn á Evrópumótið og það er það sem eftir stendur, fyrir fráfarandi þjálfara og leikmenn.

Er ekki súrt að sitja með þetta mál ofan í þennan frábæra árangur? Að þetta sé í fréttum?
Auðvitað er það súrt, það er leiðinlegt. Það hefur tekið á en þetta er sú staða sem kom upp, við urðum að takast á við hana.

Kom pressa frá leikmönnum til forráðamanna sambandsins?
Alls ekki, þetta var ákvörðun sem snéri að Jóni Þóri og KSÍ og var tekinn á þeim grundvelli. Leikmenn komu ekki að því, höfðu ekkert um það að segja eða áhrif þar á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð