fbpx
Mánudagur 25.janúar 2021
433Sport

Leikmaður kvennaliðsins rekinn – Keyrði um með kampavínsflösku í hendi

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 5. desember 2020 14:45

Myndir: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Madelene Wright hefur verið rekin úr kvennaliði Charlton Athletic á Englandi eftir að myndbönd af henni vöktu athygli á ný. Í myndböndunum sést Madelene keyra um með kampavínsflösku í hendi. Þá sést hún einnig anda að sér gasi úr blöðru. Myndböndunum var upphaflega deilt á samfélagsmiðlinum Snapchat en DailyStar vakti athygli á myndböndunum í fyrra.

Nú virðist sem myndböndin ætli að draga dilk á eftir sér. Talsmaður Charlton staðfestir í samtali við The Sun að Madelene hafi verið rekin úr liðinu vegna myndbandanna sem tekin voru upp í fyrra. „Þegar við í félaginu sáum myndbandið vorum við fljót að rannsaka málið. Sem félag erum við vonsvikin með þessa hegðun, hún er ekki í samræmi við gildi félagsins,“ sagði talsmaður félagsins. „Félagið vill taka það skýrt fram að svona hegðun er óásættanleg. Heilsa leikmanna okkar er okkur mikilvæg og Madelene mun hafa aðgang að stuðningi frá okkur ef þess gerist þörf.

Joshua Harris, talsmaður góðgerðarfélags á Englandi sem berst fyrir öryggi í umferðinni, ræddi um málið við The Sun. „Akstur og áfengi fara einfaldlega ekki saman. Þegar þú ert að keyra bíl ertu við stjórn á einhverju sem getur verið banvænt vopn. Það krefst fullrar einbeitingar að gera það örugglega. Við hvetjum alla ökumenn til þess að blanda aldrei áfengi og akstri saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enski bikarinn: Jóhann Berg spilaði allan leikinn er Burnley komst áfram – Leicester vann Brentford

Enski bikarinn: Jóhann Berg spilaði allan leikinn er Burnley komst áfram – Leicester vann Brentford
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enski bikarinn: Byrjunarliðin er Manchester United tekur á móti Liverpool

Enski bikarinn: Byrjunarliðin er Manchester United tekur á móti Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enski bikarinn: Tammy Abraham skoraði þrennu í öruggum sigri Chelsea

Enski bikarinn: Tammy Abraham skoraði þrennu í öruggum sigri Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir eftirspurn eftir Klopp í Þýskalandi – „Þjóðverjar kalla hann King Klopp“

Segir eftirspurn eftir Klopp í Þýskalandi – „Þjóðverjar kalla hann King Klopp“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal virðist hafa sent knattspyrnustjóra liðsins skýr skilaboð eftir leik

Leikmaður Arsenal virðist hafa sent knattspyrnustjóra liðsins skýr skilaboð eftir leik
433Sport
Í gær

Sjáðu markið: Elías Már á skotskónum fyrir Excelsior – Búinn að skora 18 mörk í deildinni

Sjáðu markið: Elías Már á skotskónum fyrir Excelsior – Búinn að skora 18 mörk í deildinni